Bjarkey undir árvökulu auga þungavigtar Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 14:12 Ef Bjarkey vill koma einhverjum breytingum á í matvælaráðuneytinu er við þá þessa þrjá að eiga: Teitur Björn, Óli Björn og Jón Gunnarsson munu vera þar fastir fyrir. vísir/vilhelm Athyglisverðar mannabreytingar eru í nefndum Alþingis. Vart verður hjá því komist telja Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega útsetta fyrir því að fá þungavigtaraðhald frá sínu eigin fólki í stjórnarliðinu. Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það. Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það.
Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira