Viðvaranirnar taka gildi á miðmætti og gildir til hádegis á Suðurlandi en til klukkan 16 á morgun á Suðausturlandi.
Fram kemur að undir Eyjafjöllum sé spáð 18 til 23 metra á sekúndu og mjög snörpum vindhviðum. Svipaða sögu sé að segja í Mýrdal og í Öræfum. Varasamar aðstæður gætu skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.