Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2024 10:55 Almar Þ. Möller gagnrýnir þau sjónarmið sem Róbert Spanó setur fram. Hann telur Sigríði ríkissaksóknara geti sjálfri sér um kennt og Salómonsdóm Guðrúnar megi rekja til meðvirkni hennar með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. vísir Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira