Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 12:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra boðar meðal annars 250 milljónir í auknum framlögum til afreksíþrótta. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir fjármagn verða sett í þjóðarleikvanga á næsta ári og 250 milljónir verði settar aukalega til afreksíþrótta. Brugðist verði við aukinni aðsókn í verknám nám fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu eflt. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21