Menntun sem nýtist í starfi Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 13. september 2024 14:02 Þegar ég flutt til Íslands 2008 eftir 30 ára nám og störf erlendis var hugtakið sjálfbærni nær óþekkt. Fólk hváði þegar það spurði hvaða rannsóknir og kennslu ég væri að fást við. Íslenskir nemendur voru einnig meira og minna út á klaka, en erlendir nemendur höfðu dýpri þekkingu. Nú hafa íslensku nemendurnir náð svipaðri þekkingu og þeir erlendu. En sama er ekki að segja um ráðamenn. Umræðan fyrir 16 árum var líka furðuleg.Fólk í samfélaginu talaði um hve gott það væri að jörðin væri að hlýna því þá væri hægt að grilla meira á sumrin.Ein ung kona fór fram á hvítvín með humrinum í matvörubúðir. Hún er núna ráðherra. Kaldi bletturinn milli Íslands og grænlands er nú loksins komin í umræðuna hér á landi (sjá ýtarlega umfjöllun í Heimildinni 13. september). Kollegar mínir við háskólann í Bristol í Englandi þegar ég vann þar voru farnir að tala um að að kaldur blettur kæmi fram á loftslagslíkönum fyrir 20 árum.Þegar ég spurði hvað ylli þessari kólnun var svarið – það fer svo mikill varmi í að bjæða Grænlandsjökul – og vegna loftstrauma safnast kuldinn saman við suð-austurströnd Grænlands. Nú er þetta orðið að veruleika. Það kemur því vísindamönnum ekkert á óvart að á Íslandi sé farið að kólna. En hvað veldur skeytingarleysi stjórnvalda? Ég hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarin ár og komist að þeirri niðurstöðu að í ráðherrastólum sitji allt of margir lögfræðingar og fólk án fagþekkingar á sínum málaflokkum. Lögfræðingar eru ágætir til síns brúks í dómskerfinu – en þar sem breiða þekkingu þarf eru þeir til lítils nýtandi (með fullri virðingu fyrir starfsmenn ráðuneyta með sérþekkingu). Förum yfir menntun flestra lögfæðinga, þeir eru menntaðir í máladeildum menntaskóla og fara síðan beint í lögfræði þar sem þeir læra að túlka lagabókstafi. Hvort að einhver er sekur eða ósekur skiptir engu máli – einungis þau gögn sem lögð eru fram skipta máli. Margir af þessum lögfræðingum fara í pólitík ungir og fara síðan á þing og ráðherrastóla. Þeir hafa sum sé enga þekkingu á raunvísindum og því ekki loftslagsmálum. Enda hefur ríkisstjórn Íslands ekki enn lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þrátt fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað nær grátbeðið ráðamenn að gera – núna síðast á degi jarðar í apríl. Þegar auglýstar eru stöður á stofnunum, í stjórsýslu og hjá fyrirtækjum er langur listi yfir þá þekkingu og reynslu sem fólk þarf að hafa – og rumsan endar yfirleitt alltaf á: „nám sem nýtist í starfi.“ Skoðum nú menntun þeirra sem sitja í ráðherrastólunum (það er vert rannsóknarefni að fara yfir menntun allra stjórmálamanna á Alþingi). Forsætisráðherra – lögfræðingur; Fjármála og efnahagsráðherra – dýralæknir; Félags og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra – umhverfisfræðingur; Innviðaráðherra – BA í málvísindum og íslensku; Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra – lögfræðingur; Utanríkisráðherra – lögfræðingur; Menningar og viðskiptaráðherra – hagfræðingur; Mennta og barnamálaráðherra – BSc í búvísindum; Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra – lögfræðingur; Heibrigðisráðherra – viðskiptafræðingur með kennsluréttindi; Dómsmálaráðherra – mannfræðingur með jafnréttisfræði; Matvælaráðherra - kennaramenntuð með náms- og starfsráðgjöf. Það eru sum sé fjórir lögfræðingar af 12 ráðherrum eða 25% - já og allir sjálfstæðismenn – sem fólk ætti einnig að velta fyrir sér. Rýnum nú fyrst í hvort einhver ráðherra hafi „menntun sem nýtist í starfi.“ Það má deila um það hvort að menntun í lögfræði nýtist sem forsætisráðherra. En lögfræðimenntun nýtist ekki í starfi umhverfis-, orku- og loftslagráðherra, heldur ekki utanríkisráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Eini ráðherrann sem hefur einhverja menntun sem tengist sínu starfi er viðskiptaráðherra – sem er hagfræðingur en fær hins vegar einnig menningu á sína könnu.Við munum einnig að viðskiptaráðherra var dýralæknir árið 2008 líkt og fjármála- og efnahagsráðherra nú. Ég hef verið ásökuð um að vera „menntasnobb“ en mitt svar við því að menntun hafi verið mitt ævistarf. Við myndum aldrei spyrja lögfræðing eða hagfræðing álits á hvenær næst gýs á Reykjanesi. Það að hafa fólk sem virðist nákvæmlega vera sama um umhverfismál í ríkisstjórn gerir mig sorgmæddari en orð fái lýst. Þetta kemur fram í ómetnaðarfullri loftslagsáætlun ríkistjórnarinnar og óljósri áætlun um málefni sem tengjast sjálfbærni. Það dugar ekki að hafa óljósar áætlanir ef aðgerðaráætlanir með dagsetningum og hver gerir hvað vantar. Auk þess minntist forsætirráðherra ekkert á loftslagsmál í stefuræðu sinni sl. þriðjudag. Og það árið 2024 þar sem ljóst er að vera hlýjasta ár nútímans (nema á okkar hluta jarðarinnar). Sum sé ekki fleirri dagar til að grilla eins og gantast var um fyrir 15 árum. Ég minni á að síðan eftir hrun hefur fólk með sérþekkingu og verið kallað inn í ráðherrastóla sem tengjast fjármálum, dómsmálum og umhverfismálum. Það fólk stóð sig vel í sínum störfum. Hvers vegna hefur það gleymst að menntun nýtist í starfi? Í lokin er hér ákall frá mér til allra sem hafa þekkingu á raunvísindum að bjóða sig fram í stjórnmálavinnu nú strax og leitast eftir að vera efst á lista flokkanna í öllum kjördæmum umhverfis landið fyrir næstu kosningar. Með þekkingu að leiðarljósi getur Alþingi og ríkisstjórn gert kraftaverk í loftslagsmálum og verið fyrirmynd annarra þjóða. Höfundur er professor emerita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég flutt til Íslands 2008 eftir 30 ára nám og störf erlendis var hugtakið sjálfbærni nær óþekkt. Fólk hváði þegar það spurði hvaða rannsóknir og kennslu ég væri að fást við. Íslenskir nemendur voru einnig meira og minna út á klaka, en erlendir nemendur höfðu dýpri þekkingu. Nú hafa íslensku nemendurnir náð svipaðri þekkingu og þeir erlendu. En sama er ekki að segja um ráðamenn. Umræðan fyrir 16 árum var líka furðuleg.Fólk í samfélaginu talaði um hve gott það væri að jörðin væri að hlýna því þá væri hægt að grilla meira á sumrin.Ein ung kona fór fram á hvítvín með humrinum í matvörubúðir. Hún er núna ráðherra. Kaldi bletturinn milli Íslands og grænlands er nú loksins komin í umræðuna hér á landi (sjá ýtarlega umfjöllun í Heimildinni 13. september). Kollegar mínir við háskólann í Bristol í Englandi þegar ég vann þar voru farnir að tala um að að kaldur blettur kæmi fram á loftslagslíkönum fyrir 20 árum.Þegar ég spurði hvað ylli þessari kólnun var svarið – það fer svo mikill varmi í að bjæða Grænlandsjökul – og vegna loftstrauma safnast kuldinn saman við suð-austurströnd Grænlands. Nú er þetta orðið að veruleika. Það kemur því vísindamönnum ekkert á óvart að á Íslandi sé farið að kólna. En hvað veldur skeytingarleysi stjórnvalda? Ég hef velt þessu mikið fyrir mér undanfarin ár og komist að þeirri niðurstöðu að í ráðherrastólum sitji allt of margir lögfræðingar og fólk án fagþekkingar á sínum málaflokkum. Lögfræðingar eru ágætir til síns brúks í dómskerfinu – en þar sem breiða þekkingu þarf eru þeir til lítils nýtandi (með fullri virðingu fyrir starfsmenn ráðuneyta með sérþekkingu). Förum yfir menntun flestra lögfæðinga, þeir eru menntaðir í máladeildum menntaskóla og fara síðan beint í lögfræði þar sem þeir læra að túlka lagabókstafi. Hvort að einhver er sekur eða ósekur skiptir engu máli – einungis þau gögn sem lögð eru fram skipta máli. Margir af þessum lögfræðingum fara í pólitík ungir og fara síðan á þing og ráðherrastóla. Þeir hafa sum sé enga þekkingu á raunvísindum og því ekki loftslagsmálum. Enda hefur ríkisstjórn Íslands ekki enn lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þrátt fyrir að aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafi ítrekað nær grátbeðið ráðamenn að gera – núna síðast á degi jarðar í apríl. Þegar auglýstar eru stöður á stofnunum, í stjórsýslu og hjá fyrirtækjum er langur listi yfir þá þekkingu og reynslu sem fólk þarf að hafa – og rumsan endar yfirleitt alltaf á: „nám sem nýtist í starfi.“ Skoðum nú menntun þeirra sem sitja í ráðherrastólunum (það er vert rannsóknarefni að fara yfir menntun allra stjórmálamanna á Alþingi). Forsætisráðherra – lögfræðingur; Fjármála og efnahagsráðherra – dýralæknir; Félags og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra – umhverfisfræðingur; Innviðaráðherra – BA í málvísindum og íslensku; Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra – lögfræðingur; Utanríkisráðherra – lögfræðingur; Menningar og viðskiptaráðherra – hagfræðingur; Mennta og barnamálaráðherra – BSc í búvísindum; Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra – lögfræðingur; Heibrigðisráðherra – viðskiptafræðingur með kennsluréttindi; Dómsmálaráðherra – mannfræðingur með jafnréttisfræði; Matvælaráðherra - kennaramenntuð með náms- og starfsráðgjöf. Það eru sum sé fjórir lögfræðingar af 12 ráðherrum eða 25% - já og allir sjálfstæðismenn – sem fólk ætti einnig að velta fyrir sér. Rýnum nú fyrst í hvort einhver ráðherra hafi „menntun sem nýtist í starfi.“ Það má deila um það hvort að menntun í lögfræði nýtist sem forsætisráðherra. En lögfræðimenntun nýtist ekki í starfi umhverfis-, orku- og loftslagráðherra, heldur ekki utanríkisráðherra eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Eini ráðherrann sem hefur einhverja menntun sem tengist sínu starfi er viðskiptaráðherra – sem er hagfræðingur en fær hins vegar einnig menningu á sína könnu.Við munum einnig að viðskiptaráðherra var dýralæknir árið 2008 líkt og fjármála- og efnahagsráðherra nú. Ég hef verið ásökuð um að vera „menntasnobb“ en mitt svar við því að menntun hafi verið mitt ævistarf. Við myndum aldrei spyrja lögfræðing eða hagfræðing álits á hvenær næst gýs á Reykjanesi. Það að hafa fólk sem virðist nákvæmlega vera sama um umhverfismál í ríkisstjórn gerir mig sorgmæddari en orð fái lýst. Þetta kemur fram í ómetnaðarfullri loftslagsáætlun ríkistjórnarinnar og óljósri áætlun um málefni sem tengjast sjálfbærni. Það dugar ekki að hafa óljósar áætlanir ef aðgerðaráætlanir með dagsetningum og hver gerir hvað vantar. Auk þess minntist forsætirráðherra ekkert á loftslagsmál í stefuræðu sinni sl. þriðjudag. Og það árið 2024 þar sem ljóst er að vera hlýjasta ár nútímans (nema á okkar hluta jarðarinnar). Sum sé ekki fleirri dagar til að grilla eins og gantast var um fyrir 15 árum. Ég minni á að síðan eftir hrun hefur fólk með sérþekkingu og verið kallað inn í ráðherrastóla sem tengjast fjármálum, dómsmálum og umhverfismálum. Það fólk stóð sig vel í sínum störfum. Hvers vegna hefur það gleymst að menntun nýtist í starfi? Í lokin er hér ákall frá mér til allra sem hafa þekkingu á raunvísindum að bjóða sig fram í stjórnmálavinnu nú strax og leitast eftir að vera efst á lista flokkanna í öllum kjördæmum umhverfis landið fyrir næstu kosningar. Með þekkingu að leiðarljósi getur Alþingi og ríkisstjórn gert kraftaverk í loftslagsmálum og verið fyrirmynd annarra þjóða. Höfundur er professor emerita.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun