Bayern lenti óvænt undir á 3. mínútu leiksins og var marki undir allt til loka fyrri hálfleiks. Á lokamínútu venjulegs leiktíma jafnaði Linda Dallmann metin og í uppbótartíma lagði Glódís Perla boltann á Georgio Stanway sem kom meisturunum yfir.
🔊🔊 𝑩𝒀𝑬𝑹𝑵, 𝑩𝑨𝒀𝑬𝑹𝑵 🔊🔊
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 13, 2024
🔴 #FCBRBL | 5:2 | 84‘ pic.twitter.com/TbVo5vT8yR
Aðeins tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þegar Dallmann fann Klöru Bühl sem kom Bayern 3-1 yfir. Hún gerði svo út um leikinn með öðru marki sínu á 68. mínútu. Bühl lagði svo upp fimmta mark Bayern aðeins fimm mínútum síðar, Lea Schüller með markið.
Aðeins mínútu síðar fékk Linda Sembrant sitt annað gula spjald fyrir brot innan vítateigs. Gestirnir minnkuðu muninn úr vítaspyrnunni og Bayern manni færri síðustu mínútur leiksins.
2️⃣.5️⃣0️⃣0️⃣ Zuschauerinnen und Zuschauer am #FCBayern Campus!
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 13, 2024
Vielen Dank für eure großartige Unterstützung heute Abend!
🔴 #FCBRBL | 5:2 | 86‘ pic.twitter.com/9Q5pnDU4w8
Það kom þó ekki að sök þar sem Schüller bætti við öðru marki sínu og sjötta marki Bayern áður en leiknum lauk, lokatölur 6-2. Þetta var annar deildarleikur Bæjara og hafa meistararnir unnið báða nokkuð þægilega.