Vill ekki ræða verðmiðann Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 10:39 Geimfararnir fjórir um borð í hylkinu eftir að það lenti í Mexíkóflóa snemma á sunnudag. AP/SpaceX Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu. Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Hylki geimferðafyrirtækisins SpaceX lenti í Mexíkóflóa í Flórída fyrir dögun með tæknifrumkvöðulinn Jared Isaacman um borð, ásamt tveimur verkfræðingum SpaceX og fyrrverandi flugmanni bandaríska flughersins. Geimgangan átti sér stað á sporbaug nærri 740 kílómetrum yfir jörðu, sem er lengra frá jörðu en bæði Alþjóðlega geimstöðin og Hubble-geimsjónaukinn. pic.twitter.com/efEp2efpEN— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Spilaði á fiðluna Geimfarið náði hæst 1.408 kílómetrum eftir flugtak á þriðjudag. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Isaacman vera 264. manneskjuna til að fara í geimgöngu og Sarah Gillis, verkfræðingur hjá SpaceX sú 265. Fyrsta geimgangan var farin á vegum Sovétríkjanna árið 1965 en fram að þessu hafa einungis atvinnugeimfarar átt slíkt afrek. Dragon's hatch is open and the Polaris Dawn crew is getting ready to exit the spacecraft pic.twitter.com/KItVBSwJff— SpaceX (@SpaceX) September 15, 2024 Í geimgöngunni á fimmtudag var lúga SpaceX Crew Dragon-hylkisins opin í tæplega hálftíma. Isaacman kom einungis út að mitti til að prófa nýjan geimbúning SpaceX í stutta stund og Gillis fylgdi á eftir. Hún náði að hné og beygði handleggi og fætur í nokkrar mínútur. Gillis er lærður fiðluleikari og spilaði á fiðluna á sporbaug um jörðu fyrr í þessari viku. Anna Menon, verkfræðingur hjá SpaceX og Scott „Kidd“ Poteet, fyrrverandi flugmaður voru ekki losuð úr hylkinu. Geimgangan stóð yfir í minna en tvær klukkustundir, sem er talsvert styttra en þær sem fara fram við Alþjóðlegu geimstöðina. Nýta þurfti meirihlutann af tímanum til að draga úr þrýstingi í hylkinu og fylla klefann svo aftur með súrefni. Commander @rookisaacman has egressed Dragon and is going through the first of three suit mobility tests that will test overall hand body control, vertical movement with Skywalker, and foot restraint pic.twitter.com/XATJQhLuIZ— SpaceX (@SpaceX) September 12, 2024 Greiðir geimferðaáætlun úr eigin vasa Þetta var annað leiguflug Isaacman með SpaceX og eru tvö önnur fyrirhuguð sem hluti af geimkönnunaráætluninni Polaris sem hann fjármagnar sjálfur. Hann greiddi ótilgreinda upphæð fyrir fyrstu geimferð sína árið 2021 en nýtti hana til að safna 250 milljónum bandaríkjadala fyrir barnaspítala í Tennessee. Isaacman deilir kostnaðinum við þessa nýjustu geimferð með SpaceX en vill ekki gefa upp hversu mikið hann greiðir. SpaceX nýtti ferðina til að prófa geimbúninga og tækni sem vonast er til að nota í framtíðarferðum til Mars. Auðævi hins 41 árs gamla Jared Isaacman eru metin á um 1,9 milljarða bandaríkjadala. Hann hefur hagnast mest á greiðsluvinnslufyrirtækinu Shift4 Payments sem hann stofnaði árið 1999, þá einungis 16 ára gamall. Auðmaðurinn hefur lengi haft brennandi áhuga á flugi, fór fyrst í flugnám árið 2004 og setti síðar heimsmet fyrir lengstu hnattferðina um borð í léttri þotu.
Geimurinn SpaceX Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. 12. september 2024 09:02