Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2024 19:13 Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“ Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu hafa verið önnum kafnir vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð, innviðir í lamasessi og neyðarástandi víða verið lýst yfir. Í Tékklandi þurfti að rýma um tugþúsundir heimila í norðurhluta landsins þar sem einnig hefur verið rafmagnslaust. Flóðavarnir hafa verið settar upp í höfuðborginni Prag, og ár flætt víða yfir bakka sína, meðal annars í Póllandi. Ástandið hefur einnig verið slæmt í Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og hluta Þýskalands. Í Austurríki hafa stjórnvöld lýst yfir hamfarasvæði í fjölda bæja þar sem íbúum var gert að rýma, meðal annars í grennd við höfuðborgina Vín. Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistamaðurinn búsettur í Vín, segir ástandið verst í úthverfum borgarinnar og í grennd við ár og sýki. „Í kringum kanalana, þar er fullt af veitingastöðum þar sem að vatnið er komið upp á miðjar hurðar og bara mjög illa farið. Ég er búin að vera hérna í átta ár og ég hef aldrei séð neitt nálægt þessu,“ segir Jakob Veigar. Sjálfur býr hann í hverfi sem hefur sloppið nokkuð vel, en annað er að segja um önnur svæði í lægum í útjaðri borgarinnar. Ástandið hefur mikil áhrif á daglegt líf en einhverjum vegum hefur til að mynda verið lokað og neðanjarðarlestarkerfið liggur að miklu leyti niðri í úthverfum. „Neðanjarðarlestarkerfið virkar bara í alveg innsta hring, öll úthverfin eru úti. Þannig að það er stopp. Svo er rok, það er leiðindarok, en eitthvað sem Íslendingur er mjög vanur er vanur. En fólkið er bara á taugum hérna, hefur aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Jakob. Fátt sé til bragðs að taka þar sem ástandið er verst, annað enn að koma sér í skjól og bíða eftir að verinu sloti. „Ég hef náttúrlega aldrei kynnst svona vatnsveðri. Það er rosa skrítið hvernig þetta skiptist niður. Mér skilst að bara hérna í kringum Vín sé ástandið miklu verra. Vinir mínir búa hérna rétt fyrir utan Vín og þau þurftu að yfirgefa húsið sitt. Ég sá myndir áðan og þar er sko hálfs meters vatn yfir öllu í íbúðinni þeirra. Þetta hefur aldrei komið yfir áður.“
Veður Austurríki Pólland Rúmenía Slóvakía Ungverjaland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Mannskæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 18:01