Dvalishvili hafði talsverða yfirburði í bardaganum og náði O'Malley í gólfið hvað eftir annað.
Í annarri lotu ákvað Dvalishvili svo að strá salti í sár O'Malleys og byrjaði að kyssa hann aftan á hálsinn.
O'Malley brást illa við og þegar hann hafði losnað úr haldi Dvalishvilis er lotunni lauk kýldi hann Georgíumanninn tvisvar. Dómarinn Herb Jones áminnti þann bandaríska fyrir höggin.
Þegar Dvalishvili var spurður út í kossana eftir bardagann sagðist hann bara hafa viljað stríða O'Malley og gera grín að honum.
Dvalishvili vann bardagann og varð þar með meistari í fluguvigt.