Um ferðaþjónustu og ADHD Nanný Arna Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 14:01 Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi. ADHD er kostnaðarsamt ofgreint vandamál sem við verðum að leysa, helst lækna. Umræðan um þessi tvö mál umhverfast um vandamál og ásakanir í stað þess að velta upp tækifærum og lausnum. Í mínu litla ferðaþjónustufyrirtæki unnu 33 einstaklingar yfir sumarvertíðina, flest allir með ADHD með eða án ofvirkni, lesblindu eða aðrar greiningar. Allt frábærir starfsmenn sem búa yfir innri styrk, þrautseigju og víðsýni. Þau búa öll yfir hæfuleikum sem henta vel í ferðaþjónustu, þau eru orkumikil, þeim finnst gaman að vera úti að leika, þau eru lausnamiðuð, það sem vekur áhuga þeirra muna þau í smáatriðum og þeim er allveg sama þó að vinnudagurinn þróist í allt aðar átt en excel skjalið sagði til eða að tímalína verkefna líti meira út eins og hjartalínurit en bein lína. Þessi litli hópur starfsmanna í ferðaþjónustu er með alskonar menntun sem þau hafa valið út frá áhugasviði sínu, masterspróf í náttúruvísindum, nám í fjallaleiðsögn, útinám úr lýðskóla, skipstjórnarnám, kennaranám og allskonar iðnám. Og já sumir í hópnum eru með annað móðurmál en íslensku, sem hindar þau ekki í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Umræða um ferðaþjónustu snýst oftast um skort á fagmennsku, græðgi og útlendingana sem þekkja ekkert til Gísla Súrsonar eða Njálsbrennu. Það á sér sjálfsagt einhverja stoð, en ferðaþjónusta á Íslandi er svo miklu meira en það. Afþreyingarferðamennska er stór á Íslandi, enda eigum við náttúru sem kallar á alskonar útileiki. Þessháttar ferðamennska er samt ekki bara leikur, hún krefst fagmennsku, þekkingar og reynslu. Og þá erum við komin að fléttunni í þessari langloku. Á sama tíma og við skrifum greinar um greiningu, dæsum yfir börnunum sem passa ekki í skólakerfið og verða aldrei skrauthattar við skrifborð, er aðgengi að "öðruvísi" menntun skert. Ákvörðun barna og menntamálaráðherra um að hætta fjármögnun á sérstöku námi í fjallaleiðsögn við FAS er svo lýsandi fyrir skilningsleysi á þörfum samfélagsins fyrir alskonar menntun, fyrir alskonar fólk sem býr til þjóðartekjur sem nýtast í alskonar. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem þarf að hlúa að með fagmennsku að vopni. Hún snýst ekki um excel skjöl eða fjölbreyttar skrifstofur. Hún er útivera, íslenskt veður, plan a-b-c-og -d, hún er valdeflandi, gefandi og ágætlega launuð. (Allavegana betur launuð en starf í þjónustuveri bankanna) Hún er frábær starfsvettvangur fyrir skapandi, líflegt, orkumikið fólk sem hefur gaman af því að tala, elskar að sökkva sér niður í smáatriði og sér umhverfið sitt í þrívídd, samhverfum myndum og mynstrum. Nám í Fjallamennsku við FAS er sérhæft nám í fjallamennsku sem tekur tvær annir og lýkur á 2. hæfniþrepi. Náminu er ætlað að auka hæfni nemenda til að ferðast um fjalllendi og óbyggðir á Íslandi. Námið hefst á 60 eininga grunnnámi með áherslu á jöklaleiðsögn og síðan er boðið upp á 60 eininga framhaldsnám með áherlsu á fjallaleiðsögn og fjallamennsku. Námið samanstendur af verkelegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og hentar því einstaklega vel fyrir nemendur með búsetu um allt land. Nemendur sem ljúka náminu fá réttindi innan fagfélagsins íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG og viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu. Námið er það eina sinna tegundar á Íslandi og styður sannarlega við markmið nýrrar ferðamálastefnu um að upplifun gesta okkar af íslenskri ferðaþjónustu eigi að byggja á fagmennsku, gæðum og öryggi. Höfundur er framkvæmdastjóri Borea Adventures.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun