Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 13:16 Huw Edwards fyrir utan dómshús í morgun, þar sem hann var dæmdur í skilborðsbundið fangelsi vegna vörslu barnaníðsefnis. EPA/TOLGA AKMEN Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 63 ára, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslu barnakláms. Edwards, sem starfaði hjá breska ríkisútvarpinu (BBC), játaði brot sín eftir að hann fékk senda 41 mynd og myndband frá dæmdum barnaníðing. Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra. Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra.
Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04