Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 14:37 Atena (t.v.) missti stjórn á sér og sveiflaði stól í síðuna á Marçal (t.h.). Skjáskot Sjónvarpskappræður frambjóðenda til borgarstjóra Sao Paulo leystust upp í glundroða þegar einn þeirra réðst á annan með stól. Sá sem varð fyrir árásinni hafði boðað að hann ætlaði að hleypa kappræðunum upp fyrir fram. Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“ Brasilía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Pablo Marçal er áhrifavaldur sem prangar sjálfshjálparspeki upp á fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Hann er einnig í framboði fyrir hægriflokkinn Endurnýjunarflokk alþýðu í borgarastjórakosningunum í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu, og háir kosningabaráttu sína með gífuryrðum. Fyrir kappræðurnar í gær hafði Marçal sagt að hann ætlaði sér að koma José Luiz Datena, fréttaþuli og mótframbjóðanda hans, úr jafnvægi og bola honum úr baráttunni. Í kappræðunum varð Marçal þannig tíðrætt um ásakanir á hendur Datena um kynferðislega áreitni þrátt fyrir að þær ásakanir hefðu verið dregnar til baka, að sögn Washington Post. Datena mislíkaði þetta og sakaði Marçal um að spilla fyrir kappræðunum og breyta þeim í samfélagsmiðlasýningu. Krafðist hann þess að Marçal drægi ummæli sín til baka í ljósi þess að ásakanirnar hefðu legið þungt á fjölskyldu hans. Því tók Marçal fálega og sagði Datena ekki geta staðið við stóru orðin. „Þú nálgaðist mig einu sinni á kappræðum til þess að slá mig en þú ert ekki einu sinni nógu mikill maður til þess að gera það,“ sagði Marçal. Við það virtist Datena snöggreiðast og sló hann Marçal með stól í bakið í miðri útsendingu. Marçal var fluttur á sjúkrahús og sögðu aðstoðarmenn hans að hann hefði rifbreinsbrotnað við höggið. Þá hefði fingur farið úr lið. Réð ekki við sig Marçal líkti atlögu Datena við stunguárás á Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, árið 2018 og banatilræði við Donald Trump í sumar. „Af hverju er svona mikið hatur?“ sagði Marçal á samfélagsmiðlafærslu. Datena sagði fréttamönnum eftir kappræðurnar að ásakanirnar sem Marçal tók endurtekið upp væru honum sérstaklega sárar því hann teldi að þær hafi orðið til þess að tengdamóðir hans fékk nokkur hjartaáföll og lést síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég missti mig, því miður. Ég hefði einfadlega getað yfirgefið kappræðurnar, farið heim, sem hefði verið mun betra. En alveg eins og ég græt, sem eru mannleg viðbrögð, þá voru þetta mannleg viðbrögð sem ég réð ekki við.“
Brasilía Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira