Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 23:03 Dómssalur héraðsdóms Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af ákæru um ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Litið var til hæðarmunar þeirra tveggja við aðalmeðferð og ekki talið hafið yfir allan vafa að hún hafi valdið þeim áverkum sem á honum voru. Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira