Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 17. september 2024 14:01 Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Vernd náttúru er ákvörðun. Ákvörðun sem getur verið duttlungum háð sé hún ekki tryggð í lögum. Í gær var dagur íslenskrar náttúru, og því við hæfi að við stöldrum við og spyrjum okkur: Hvernig viljum við að ákvarðanir sem varða náttúruna séu teknar? Íslensk náttúra er stórbrotin, en hún er líka brothætt. Við vitum að álag á auðlindir landsins eykst með hverju árinu og áform um nýtingu náttúruauðlinda í þágu orkuskipta, á sama tíma og afleiðingar loftslagsbreytinga raungerast, auka álagið. Það er þess vegna nauðsynlegt að við stígum skrefið til fulls og tryggjum að vernd náttúrunnar liggi til grundvallar í allri ákvarðanatöku og stefnumótun. Við þurfum auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Með auðlindaákvæði gætum við tryggt að auðlindir landsins verði verndaðar og nýttar á sjálfbæran hátt, óháð því hver situr við völd á hverjum tíma. Þegar verndun náttúru er varin með stjórnarskrárákvæði er hún ekki lengur háð skammtímasjónarmiðum – hún verður varanleg, ákvörðun sem raunverulega stendur vörð um náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Vinstri græn hafa alltaf staðið vörð um náttúruna. Við höfum alltaf sett náttúruvernd á dagskrá til að mynda í gegnum friðlýsingar landsvæða og höfum barist fyrir því að viðkvæm svæði séu í verndarflokki orkunýtingar. Við höfum líka tekið skref til þess að skapa sátt um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands. Slíkt ákvæði myndi festa það í sessi að auðlindirnar séu í eigu þjóðarinnar og séu eingöngu nýttar með sjálfbærni í fyrirrúmi. Við fögnuðum degi íslenskrar náttúru í gær, en ég vona að á hverjum degi getum við verið sammála um það að vernd náttúrunnar er grundvöllur farsællar framtíðar – og að vernd hennar í stjórnarskrá er eina leiðin til þess að hún fái að njóta vafans um ókomna tíð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun