Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 14:53 Keflvíkingar og Valsarar fögnuðu bikarmeistaratitli í Laugardalshöll á síðustu leiktíð en nú er ljóst að þeim titlum verður fagnað annars staðar í vetur. Samsett/Hulda Margrét „Við erum svekkt yfir þessu en skiljum ákvörðunina,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Bikarkeppnunum í handbolta og körfubolta hefur verið úthýst úr Laugardalshöll. Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll. Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll.
Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira