„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2024 16:47 Diljá fór háðuglegum orðum um jafnlaunavottunina, sem hún sagði séríslenskt apparat sem gárungarnir kalli gjarnan láglaunavottun. Diljá sagði um vitagagnslaust en rándýr fyrirbæri að ræða. vísir/vilhelm Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira