Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2024 19:44 TF-LLH, Guðríður Þorbjarnardóttir, var þriðja Rolls Royce 400-flugvél Loftleiða og bættist í flotann vorið 1965. Icelandair Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um sögu Loftleiða er fjallað um flugvélarnar á bak við Loftleiðaævintýrið. Flugvélaverkfræðingurinn Kristinn Halldórsson segir að gullöldin hafi byrjað með Douglas DC 6B-flugvélunum. Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur, fyrrverandi starfsmaður Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þetta byrjaði að ganga mjög vel þegar sexurnar komu. Þær voru svo duglegar. Þetta voru mjög góðar vélar, áreiðanlegar og öruggar,“ segir Kristinn, sem er sonur fyrsta flugvirkja Loftleiða, Halldórs Sigurjónssonar. Sú fyrsta var keypt árið 1959. Sexurnar hjá Loftleiðum urðu alls fimm talsins og leystu þær fjarkana af hólmi, DC 4-vélarnar. Sexurnar voru mun öflugri og hraðfleygari, höfðu jafnþrýstiklefa, sem þýddi að þær gátu flogið upp fyrir veður, ólíkt fjörkunum. Tvær DC 6 vélar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli. Fjær má sjá DC 6 vél frá Flugfélagi Íslands.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Loftleiðanafnið varð allt í einu þekkt sem Icelandic Airlines (IAL) á mörkuðum vestanhafs fyrir að bjóða upp á þessi ódýru fargjöld. Þeir voru komnir með flugvélar sem voru boðlegar, - í staðinn fyrir fjarkann, sem var ekki lengur boðlegur í millilandaflugi,“ segir Pétur P. Johnson, sérfræðingur um flugsögu Íslands. „Það var eiginlega byrjað á þessu skiptiflugi þá í Keflavík en að mjög litlu leyti. En það gekk illa vegna þess að það var erfiðara að samræma flugáætlun. Við vorum stundum kallaðir Icelandic Airlines, I am always late,“ segir Einar Ólafsson, síðar forstjóri Cargolux, sem hóf feril sinn hjá Loftleiðum sem flugumsjónarmaður. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, hóf störf hjá Loftleiðum árið 1959 þegar sexurnar voru að koma.Egill Aðalsteinsson DC 6-vélarnar möluðu Loftleiðum svo mikið gull að árið 1962 var hafist handa við byggingu stórhýsis á Reykjavíkurflugvelli, sem hýsti Hótel Loftleiðir og skrifstofur félagsins en átti upphaflega að vera flugstöð. „Þegar maður er að horfa á tölur um farþegafjölda og tekjur, sum árin er bara hundrað prósent aukning á milli ára. Maður bara skilur ekki hvernig var hægt að selja og markaðssetja svona þjónustu á þessum árum þegar varla var hægt að hringja á milli landa,“ segir Haukur Alfreðsson, sonur stofnandans Alfreðs Elíassonar. Systkinin Geirþrúður Alfreðsdóttir og Haukur Alfreðsson framan við Lofleiðabyggingarnar, táknmynd gullaldar Loftleiða.Egill Aðalsteinsson „Sexurnar byggja þetta þannig upp að Loftleiðir eru með það mikið að gera að þeir verða að fá sér stærri vélar eða fleiri,“ segir Pétur P. Johnson. Niðurstaðan var að kaupa kanadískar vöruflutningavélar, skrúfuþotur af gerðinni CL-44, og breyta þeim í farþegaflugvélar. Sú fyrsta kom vorið 1964 en þær urðu alls fimm í þjónustu félagsins. Flugfreyja framan við Rolls Royce 400 á mynd sem tekin var fyrir auglýsingu.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Í markaðsskyni gáfu Loftleiðamenn þeim nafnið Rolls Royce 400 og létu síðan lengja þær úr 160 sætum upp í 189 sæta. Þannig urðu þær stærstu farþegaflugvélarnar á leiðum yfir Atlantshafið. Svo stórar þóttu þær að Loftleiðamenn kölluðu þær sín á milli „monsa“, sem var dregið af „monster“. Loftleiðamonsi við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Á þeim tíma voru Loftleiðir með þrjú prósent af farþegaflutningum yfir Norður-Atlantshafið, sem var talsverður hlutur,“ segir Jóhannes Einarsson, sem var einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. „Þarna náttúrlega fóru peningarnir að velta. Það er mikill munur á því að vera með 190 farþega eða 60. Og ef þú fylltir vélina þá varð hún bara að morgungulli,“ segir Einar Ólafsson. 189 farþegasæti voru um borð eftir lengingu.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Loftleiðir voru 1970, þá voru útflutningstekjur útgerðarinnar um hálfur milljarður. En á sama tíma voru Loftleiðir með útflutningtekjur upp á tæplega einn og hálfan milljarð,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, dóttir Alfreðs Elíassonar. Hér má sjá myndskeið úr þættinum: Fjallað er um sögu Loftleiða frá 1944 til 1973 í þriðja þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Í fjórða þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá mánudagskvöldið 23. september, verður fjallað um efnahagsáhrif af flugstarfsemi Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. 16. september 2024 21:21 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 um sögu Loftleiða er fjallað um flugvélarnar á bak við Loftleiðaævintýrið. Flugvélaverkfræðingurinn Kristinn Halldórsson segir að gullöldin hafi byrjað með Douglas DC 6B-flugvélunum. Kristinn Halldórsson flugvélaverkfræðingur, fyrrverandi starfsmaður Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þetta byrjaði að ganga mjög vel þegar sexurnar komu. Þær voru svo duglegar. Þetta voru mjög góðar vélar, áreiðanlegar og öruggar,“ segir Kristinn, sem er sonur fyrsta flugvirkja Loftleiða, Halldórs Sigurjónssonar. Sú fyrsta var keypt árið 1959. Sexurnar hjá Loftleiðum urðu alls fimm talsins og leystu þær fjarkana af hólmi, DC 4-vélarnar. Sexurnar voru mun öflugri og hraðfleygari, höfðu jafnþrýstiklefa, sem þýddi að þær gátu flogið upp fyrir veður, ólíkt fjörkunum. Tvær DC 6 vélar Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli. Fjær má sjá DC 6 vél frá Flugfélagi Íslands.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Loftleiðanafnið varð allt í einu þekkt sem Icelandic Airlines (IAL) á mörkuðum vestanhafs fyrir að bjóða upp á þessi ódýru fargjöld. Þeir voru komnir með flugvélar sem voru boðlegar, - í staðinn fyrir fjarkann, sem var ekki lengur boðlegur í millilandaflugi,“ segir Pétur P. Johnson, sérfræðingur um flugsögu Íslands. „Það var eiginlega byrjað á þessu skiptiflugi þá í Keflavík en að mjög litlu leyti. En það gekk illa vegna þess að það var erfiðara að samræma flugáætlun. Við vorum stundum kallaðir Icelandic Airlines, I am always late,“ segir Einar Ólafsson, síðar forstjóri Cargolux, sem hóf feril sinn hjá Loftleiðum sem flugumsjónarmaður. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, hóf störf hjá Loftleiðum árið 1959 þegar sexurnar voru að koma.Egill Aðalsteinsson DC 6-vélarnar möluðu Loftleiðum svo mikið gull að árið 1962 var hafist handa við byggingu stórhýsis á Reykjavíkurflugvelli, sem hýsti Hótel Loftleiðir og skrifstofur félagsins en átti upphaflega að vera flugstöð. „Þegar maður er að horfa á tölur um farþegafjölda og tekjur, sum árin er bara hundrað prósent aukning á milli ára. Maður bara skilur ekki hvernig var hægt að selja og markaðssetja svona þjónustu á þessum árum þegar varla var hægt að hringja á milli landa,“ segir Haukur Alfreðsson, sonur stofnandans Alfreðs Elíassonar. Systkinin Geirþrúður Alfreðsdóttir og Haukur Alfreðsson framan við Lofleiðabyggingarnar, táknmynd gullaldar Loftleiða.Egill Aðalsteinsson „Sexurnar byggja þetta þannig upp að Loftleiðir eru með það mikið að gera að þeir verða að fá sér stærri vélar eða fleiri,“ segir Pétur P. Johnson. Niðurstaðan var að kaupa kanadískar vöruflutningavélar, skrúfuþotur af gerðinni CL-44, og breyta þeim í farþegaflugvélar. Sú fyrsta kom vorið 1964 en þær urðu alls fimm í þjónustu félagsins. Flugfreyja framan við Rolls Royce 400 á mynd sem tekin var fyrir auglýsingu.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir Í markaðsskyni gáfu Loftleiðamenn þeim nafnið Rolls Royce 400 og létu síðan lengja þær úr 160 sætum upp í 189 sæta. Þannig urðu þær stærstu farþegaflugvélarnar á leiðum yfir Atlantshafið. Svo stórar þóttu þær að Loftleiðamenn kölluðu þær sín á milli „monsa“, sem var dregið af „monster“. Loftleiðamonsi við gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Á þeim tíma voru Loftleiðir með þrjú prósent af farþegaflutningum yfir Norður-Atlantshafið, sem var talsverður hlutur,“ segir Jóhannes Einarsson, sem var einn af framkvæmdastjórum Loftleiða. „Þarna náttúrlega fóru peningarnir að velta. Það er mikill munur á því að vera með 190 farþega eða 60. Og ef þú fylltir vélina þá varð hún bara að morgungulli,“ segir Einar Ólafsson. 189 farþegasæti voru um borð eftir lengingu.Úr myndinni Alfreð Elíasson og Loftleiðir „Loftleiðir voru 1970, þá voru útflutningstekjur útgerðarinnar um hálfur milljarður. En á sama tíma voru Loftleiðir með útflutningtekjur upp á tæplega einn og hálfan milljarð,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, dóttir Alfreðs Elíassonar. Hér má sjá myndskeið úr þættinum: Fjallað er um sögu Loftleiða frá 1944 til 1973 í þriðja þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Í fjórða þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá mánudagskvöldið 23. september, verður fjallað um efnahagsáhrif af flugstarfsemi Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. 16. september 2024 21:21 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið Samstarf Loftleiðamanna við flugfélag norska skipakóngsins Ludvigs Braathen var í raun byrjunin á Loftleiðaævintýrinu, að mati barna Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin. 16. september 2024 21:21
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27
Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10