Atlético lagði sprækt lið Leipzig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 21:29 Antoine Griezmann reyndist hetja heimaliðsins í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur. Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Benjamin Šeško opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í ár strax á 4. mínútu þegar hann var fljótastur að ná frákasti eftir skot Lois Openda. Þetta virtist þó ekki slá heimamenn út af laginu sem jöfnuðu metin þegar rétt tæplega hálftími var liðinn. Antoine Griezmann skoraði þá með frábæru skoti sem Péter Gulácsi réð einfaldlega ekki við í marki gestanna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en bauð upp á eitt slíkt í kvöld.EPA-EFE/KIKO HUESCA Þannig var hún raunar allt fram á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar José María Giménez skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Griezmann. Reyndist þetta sigurmarkið og lokatölur á Metropolitano-vellinum í Madríd 2-1 heimamönnum í vil. Giménez with a 90th-minute winner for Atleti! 😲#UCL pic.twitter.com/H3sdwQeKoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Þá vann Brest 2-1 sigur á Sturm Graz í kvöld. Hugo Magnetti og Abdallah Sima með mörk heimamanna á meðan mark gestanna var sjálfsmark Edimilson Fernandes. Undir lok leiks fékk Dimitri Lavalee sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði gestanna. Hann missir því af næsta leik Sturm Graz í keppninni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00 Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55 Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Sjá meira
Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug. 19. september 2024 21:00
Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin. 19. september 2024 20:55
Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19. september 2024 19:02