Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 06:37 Konur lesa Kóraninn við grafir fallinna liðsmanna Hezbollah í úthverfi Líbanon. AP/Hussein Malla Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. Ísraelsher sagðist meðal annars hafa hæft hundruð eldflaugastæða, sem Hezbollah hefði ætlað að nota í náinni framtíð. Reuters hefur eftir heimildarmönnum í Líbanon að um hafi verið að ræða umfangsmestu loftárásir Ísraela gegn Hezbolla frá því að átök brutust út 7. október í fyrra. Nasrallah hótaði, sem fyrr segir, hefndum gegn Ísrael í gær, „þar sem menn ættu von á því og þar sem menn ættu ekki von á því“. Alls 37 létust og um 3.200 slösuðust þegar símboðar og talstöðvar notaðar af Hezbollah sprungu á þriðjudag og miðvikudag. Börn voru meðal látinna og slasaðra. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en höfðu áður gefið það út að markmið þeirra í yfirstandandi hernaðaraðgerðum hefðu verið útvíkkuð frá því að tortíma Hamas á Gasa og miðuðu nú einnig að því að koma íbúum í norðurhluta landsins aftur heim, sem hefðu þurft að flýja vegna árása Hezbollah. Nasrallah viðurkenndi að sprengingarnar í vikunni hefðu verið mikið áfall fyrir Hezbollah. Hann sagði að farið hefði verið yfir allar „rauðar línur“, lög og siðferði. Háttsettir sendifulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu funduðu í París í gær. Von er á Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þangað í dag en hann hefur dvalið í Kaíró að ræða mögulegt vopnahlé á Gasa. Talsmaður Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði forsetann enn telja möguleika á að ná fram vopnahléi en Hvíta húsið hefur varað alla aðila við því að grípa til stigmögnunar. Ástandið er þó afar viðkvæmt eftir sprengingarnar í vikunni og yfirlýsingar Ísraels um „nýjan fasa“ hernaðaraðgerða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ísraelsher sagðist meðal annars hafa hæft hundruð eldflaugastæða, sem Hezbollah hefði ætlað að nota í náinni framtíð. Reuters hefur eftir heimildarmönnum í Líbanon að um hafi verið að ræða umfangsmestu loftárásir Ísraela gegn Hezbolla frá því að átök brutust út 7. október í fyrra. Nasrallah hótaði, sem fyrr segir, hefndum gegn Ísrael í gær, „þar sem menn ættu von á því og þar sem menn ættu ekki von á því“. Alls 37 létust og um 3.200 slösuðust þegar símboðar og talstöðvar notaðar af Hezbollah sprungu á þriðjudag og miðvikudag. Börn voru meðal látinna og slasaðra. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en höfðu áður gefið það út að markmið þeirra í yfirstandandi hernaðaraðgerðum hefðu verið útvíkkuð frá því að tortíma Hamas á Gasa og miðuðu nú einnig að því að koma íbúum í norðurhluta landsins aftur heim, sem hefðu þurft að flýja vegna árása Hezbollah. Nasrallah viðurkenndi að sprengingarnar í vikunni hefðu verið mikið áfall fyrir Hezbollah. Hann sagði að farið hefði verið yfir allar „rauðar línur“, lög og siðferði. Háttsettir sendifulltrúar Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu funduðu í París í gær. Von er á Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þangað í dag en hann hefur dvalið í Kaíró að ræða mögulegt vopnahlé á Gasa. Talsmaður Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði forsetann enn telja möguleika á að ná fram vopnahléi en Hvíta húsið hefur varað alla aðila við því að grípa til stigmögnunar. Ástandið er þó afar viðkvæmt eftir sprengingarnar í vikunni og yfirlýsingar Ísraels um „nýjan fasa“ hernaðaraðgerða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira