Ef Trump tapar kosningunum… Jun Þór Morikawa skrifar 20. september 2024 09:31 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun