Títan bilaði og lenti í árekstri nokkrum dögum fyrir hinstu förina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 08:20 Talið er að þeir fimm sem voru um borð hafi látist samstundis, þegar skrokkur Títan féll saman. AP/Strandgæsla Bandaríkjanna Kafbáturinn Títan, sem fórst í leiðangri að flaki Titanic í fyrra, bilaði nokkrum dögum fyrir hinstu förina. Fimm létust í slysinu, þeirra á meðal Stockton Rush, forstjóri fyrirtækisins sem átti kafbátinn. Steven Ross, fyrrverandi framkvæmdastjóri vísinda hjá fyrirtækinu OceanGate, sagði við opnar yfirheyrslur hjá Strandgæslu Bandaríkjanna í gær að umrætt atvik, þegar Títan bilaði, hefði valdið því að farþegar hans ultu til í kafbátnum. Einn hefði endað á hvolfi og aðrir þurft að halda sér fast. Ross sagði bilunina einnig hafa valdið árekstri en vissi ekki til þess hvort athugað hefði verið með skemmdir á skrokknum eftir á. Það hefði tekið meira en klukkustund að ná kafbátnum upp úr sjónum í kjölfar bilunarinnar. Banaslysið varð til þess að spurningar vöknuðu um öryggi Títans, hönnun og efni. Renata Rojas, sem var um borð í bátnum sem fylgir Títan, sagði í gær að áhöfnin hefði beðið í klukkustund eftir að samband rofnaði við kafbátinn þar sem gert væri ráð fyrir að menn tækju sér meiri tíma en fyrirfram var áætlað til að skoða flak Titanic. Þegar ekkert heyrðist hafi síðan verið ákveðið að hafa samband við Strandgæsluna. Ýmsar áætlanir voru til staðar ef Títan festist á sjávarbotninum en ekki hafði verið gert ráð fyrir því að sú staða kæmi upp að skrokkurinn gæfi sig. Þá lýsti hún atviki árið 2021, þegar hluti kafbátsins rifnaði af þegar verið var að hífa hann um borð í skipið. Rojas sagðist þó aldrei hafa upplifað sig óörugga um borð í Títan. Hafið Bandaríkin Titanic Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira
Steven Ross, fyrrverandi framkvæmdastjóri vísinda hjá fyrirtækinu OceanGate, sagði við opnar yfirheyrslur hjá Strandgæslu Bandaríkjanna í gær að umrætt atvik, þegar Títan bilaði, hefði valdið því að farþegar hans ultu til í kafbátnum. Einn hefði endað á hvolfi og aðrir þurft að halda sér fast. Ross sagði bilunina einnig hafa valdið árekstri en vissi ekki til þess hvort athugað hefði verið með skemmdir á skrokknum eftir á. Það hefði tekið meira en klukkustund að ná kafbátnum upp úr sjónum í kjölfar bilunarinnar. Banaslysið varð til þess að spurningar vöknuðu um öryggi Títans, hönnun og efni. Renata Rojas, sem var um borð í bátnum sem fylgir Títan, sagði í gær að áhöfnin hefði beðið í klukkustund eftir að samband rofnaði við kafbátinn þar sem gert væri ráð fyrir að menn tækju sér meiri tíma en fyrirfram var áætlað til að skoða flak Titanic. Þegar ekkert heyrðist hafi síðan verið ákveðið að hafa samband við Strandgæsluna. Ýmsar áætlanir voru til staðar ef Títan festist á sjávarbotninum en ekki hafði verið gert ráð fyrir því að sú staða kæmi upp að skrokkurinn gæfi sig. Þá lýsti hún atviki árið 2021, þegar hluti kafbátsins rifnaði af þegar verið var að hífa hann um borð í skipið. Rojas sagðist þó aldrei hafa upplifað sig óörugga um borð í Títan.
Hafið Bandaríkin Titanic Tækni Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Sjá meira