Ungmenni í viðkvæmri stöðu hagnýtt í afbrot hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 12:00 Runólfur Þórhallson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir vísbendingar um að ungmenni séu hagnýtt til afbrota hér á landi. Vísir/Einar Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir lítinn hóp ungmenna í viðkvæmri stöðu hagnýttan í skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Fylgjast þurfi sérstaklega með þessum hópi og nálgast ungmennin með fjölbreyttum leiðum. Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur. Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42