Ein kært nauðgun og fjórar segjast hafa verið beittar ofbeldi Árni Sæberg skrifar 23. september 2024 13:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gætir hagsmuna kvenanna. Fimm konur sem starfa eða starfað hafa hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanns þeirra hjá félaginu. Ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur manninum, Sóloni Guðmundssyni, fyrir nauðgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“ Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni, sem gætir hagsmuna kvennanna. Í yfirlýsingunni segir að ofbeldið, sem konurnar lýsa, hafi ýmist verið andlegt eða líkamlegt, eða hvoru tveggja og megi meðal annars heimfæra undir ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun. Í yfirlýsingunni er Sólon ekki nafngreindur heldur er vísað til hans sem samstarfsmanns kvennanna. Þær hafi allar komið upplýsingum um brotin á framfæri við Icelandair. Hafi nauðgað konu í júlí Ein kvennanna hafi lagt fram kæru á hendur Sóloni fyrir nauðgun, sem eigi að hafa verið framin í lok júlí þessa árs. Í beinu framhaldi hafi brotaþoli leitað til sálfræðings, sem hafi sent hana á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Um miðjan ágúst hafi brotaþoli upplýst Icelandair um hið meinta brot. Stuttu síðar hafi hún lagt fram kæru hjá lögreglu. Fjölskyldan heimtar rannsókn Talsvert hefur verið fjallað um mál Sólons undanfarna daga en hann svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn fjölskyldu hans verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Fjölskyldan hefur farið fram á að andlát Sólons verði rannsakað. Hafa ekki áhuga á að vera hluti af umræðunni Í yfirlýsingu kvennanna segir að engin þeirra hafi áhuga á að vera hluti af opinberri umræðu um málið. „Þvert á móti þá hefur fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga verið þeim þungbær. Að gefnu tilefni vilja þær hins vegar koma ofangreindu á framfæri.“
Kynferðisofbeldi Icelandair MeToo Tengdar fréttir Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Sjá meira
Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. 20. september 2024 18:42