Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. september 2024 06:30 Tugþúsundir flúðu heimili sín í kjölfar viðvarana Ísraelshers í gær og á myndum má sjá hvernig umferðaröngþveiti myndaðist. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira