Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 08:32 Ísak Snær Þorvaldsson skoraði glæsilegt mark gegn ÍA í gærkvöld. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki
Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08
Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04
Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti