Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði fremur svalt í veðri.
„Yfirleitt bjart sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig að deginum.
Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun. Norðan gola síðdegis og dálítil él fyrir norðan, en léttskýjað syðra. Kólnar heldur í veðri annað kvöld,“ segir á vef Veðurstofunnar.
![](https://www.visir.is/i/A6E28A46CA02D7FB1A6D33300D506D06C642F3BD9D2AB152F1123C1BF4E07FBD_713x0.jpg)
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Minnkandi norðanátt, 5-13 m/s seinnipartinn, hvassast suðaustantil. Dálítil slydduél norðan- og austanlands, annars léttskýjað. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag: Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8. Rigning eða slydda eftir hádegi fyrir norðan, en bjart með köflum sunnantil. Hiti breytist lítið.
Á föstudag: Norðan 3-10 og víða rigning með köflum, en slydda eða snjókoma norðantil. Hiti 2 til 7 stig, en hiti um eða undir frostmarki norðan- og austanlands.
Á laugardag: Austlæg átt og víða rigning með köflum, en slydda eða snjókoma á Norðurlandi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag: Norðlæg átt og léttir til sunnan heiða, en snjókoma norðaustantil. Kólnar í veðri.
Á mánudag: Útlit fyrir breytilega átt og dálitla vætu á víð og dreif. Svalt í veðri.