Erlend þjófagengi herja á verslanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2024 19:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir segja að þjófagengi herji á verslanir, Þá hafa eldri konur orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum. Vísir/samsett Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Þjófagengi hafa undanfarna mánuði herjað á verslanir eins og reiðhjólabúðir og raftækjaverslanir, en lögregla handtók hóp fólks í gær sem er grunaður um að hafa stolið varningi og fjármunum fyrir tugi milljóna króna í Elko. Matvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Á þessu ári er fjöldi þjófnaraðmála hjá lögreglu þegar orðinn 872 en voru 717 allt síðasta ár. Verslunin hefur miklar áhyggjur Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir félagsmenn sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Þetta eru mun skipulagðari glæpir en áður og virðast frekar vera á höndum erlendra aðila. Þetta eru ekki lengur þessir smáþjófnaðir sem hafa komið upp reglulega heldur er umfangið og tíðnin að aukast mjög mikið.“ segir hann. Þjófarnir setji gjarnan upp leikrit. „Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“ segir hann. Milljarða tjón Benedikt segir að það hafi líka orðið breyting á því hverju sé stolið. „Þetta er að færast yfir í aðrar vörur en venjulega. Áður höfðu smáþjófar áhuga á ilmvötnum og rakvélablöðum en með þessari þróun hefur t.d. dýrt kjöt meira horfið úr verslunum,“ segir hann. Benedikt segir að stundum sé varningurinn fluttur úr landi í gámum en ekki alltaf. Við höfum heyrt af tilvikum þar sem vara eins og kjöt hefur verið selt hér innanlands. Jafnvel nýtt í atvinnustarfsemi eins og veitingahús. Hvort sem kaupandinn veit af því eða ekki. Á síðasta ári var stolið úr búðum fyrir um fjóra milljarða og um mitt þetta ár hefur þegar verið stolið vörum fyrir allt að þrjá milljarða. Það fer út í verðlag. „Það er almenningur sem greiðir fyrir þessi tilvik þar sem þjófnaður á sér stað, það leggst ofan á vöruverð,“ segir hann. Þjófgengi ræna af eldri konum Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja. „Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt. Benedikt kannast líka við slík tilvik. „Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ segir Benedikt. „Shoulder surfing“ Skúli segir að aðferðin felist í því að þjófurinn horfi yfir öxlina á á einstaklingi sem er að greiða fyrir vöru eða taka út úr hraðbanka fyrir framan hann og fylgist með þegar hann stimplar inn leyninúmer í greiðsluvél. Fyrirbærið er þekkt erlendis og kallast Shoulder surfing. Þjófurinn hnuplar svo kortinu, fer í næsta hraðbanka og tekur út háar fjárhæðir. Oft eru fleiri með sem hafa það hlutverk að trufla svo auðveldara sé að stela korti eða tösku af fórnarlambinu. Skúli segir að þjófum hafi tekist að ná háum fjárhæðum af fólki á þennan hátt. „Ég veit af eldri konu sem var rænd um 400 hundruð þúsund krónur á þennan hátt. Þessar upphæðir hlaupa á hundruðum þúsunda króna,“ segir Benedikt. Lögreglumál Verslun Eldri borgarar Þjófnaður í Elko Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þjófagengi hafa undanfarna mánuði herjað á verslanir eins og reiðhjólabúðir og raftækjaverslanir, en lögregla handtók hóp fólks í gær sem er grunaður um að hafa stolið varningi og fjármunum fyrir tugi milljóna króna í Elko. Matvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Á þessu ári er fjöldi þjófnaraðmála hjá lögreglu þegar orðinn 872 en voru 717 allt síðasta ár. Verslunin hefur miklar áhyggjur Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir félagsmenn sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Þetta eru mun skipulagðari glæpir en áður og virðast frekar vera á höndum erlendra aðila. Þetta eru ekki lengur þessir smáþjófnaðir sem hafa komið upp reglulega heldur er umfangið og tíðnin að aukast mjög mikið.“ segir hann. Þjófarnir setji gjarnan upp leikrit. „Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“ segir hann. Milljarða tjón Benedikt segir að það hafi líka orðið breyting á því hverju sé stolið. „Þetta er að færast yfir í aðrar vörur en venjulega. Áður höfðu smáþjófar áhuga á ilmvötnum og rakvélablöðum en með þessari þróun hefur t.d. dýrt kjöt meira horfið úr verslunum,“ segir hann. Benedikt segir að stundum sé varningurinn fluttur úr landi í gámum en ekki alltaf. Við höfum heyrt af tilvikum þar sem vara eins og kjöt hefur verið selt hér innanlands. Jafnvel nýtt í atvinnustarfsemi eins og veitingahús. Hvort sem kaupandinn veit af því eða ekki. Á síðasta ári var stolið úr búðum fyrir um fjóra milljarða og um mitt þetta ár hefur þegar verið stolið vörum fyrir allt að þrjá milljarða. Það fer út í verðlag. „Það er almenningur sem greiðir fyrir þessi tilvik þar sem þjófnaður á sér stað, það leggst ofan á vöruverð,“ segir hann. Þjófgengi ræna af eldri konum Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja. „Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt. Benedikt kannast líka við slík tilvik. „Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ segir Benedikt. „Shoulder surfing“ Skúli segir að aðferðin felist í því að þjófurinn horfi yfir öxlina á á einstaklingi sem er að greiða fyrir vöru eða taka út úr hraðbanka fyrir framan hann og fylgist með þegar hann stimplar inn leyninúmer í greiðsluvél. Fyrirbærið er þekkt erlendis og kallast Shoulder surfing. Þjófurinn hnuplar svo kortinu, fer í næsta hraðbanka og tekur út háar fjárhæðir. Oft eru fleiri með sem hafa það hlutverk að trufla svo auðveldara sé að stela korti eða tösku af fórnarlambinu. Skúli segir að þjófum hafi tekist að ná háum fjárhæðum af fólki á þennan hátt. „Ég veit af eldri konu sem var rænd um 400 hundruð þúsund krónur á þennan hátt. Þessar upphæðir hlaupa á hundruðum þúsunda króna,“ segir Benedikt.
Lögreglumál Verslun Eldri borgarar Þjófnaður í Elko Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira