Tveir erlendir ferðamenn létu lífið í gær í aðskildum slysum. Þetta var annað og þriðja banaslys erlends ferðamanns hér á landi á einum mánuði. Í kvöldfréttum verður farið yfir þessi mál og rætt við fulltrúa björgunarsveita sem er hugsi yfir markaðssetningu landsins gagnvart ferðamönnum.
Þá verður rætt við seðlabankastjóra sem vísar gagnrýni verkalýðsfélaga á Seðlabanka Íslands til föðurhúsanna. Verðbólga hafi ekki hjaðnað eftir síðustu kjarasamninga og það sé forsenda stýrivaxtalækkunar.
Við kynnum okkur einnig nýja samgönguáætlun auk þess sem Magnús Hlynur kíkir á framkvæmdir við svokölluð Reykjaböð, ný náttúruböð við Hveragerði.
Í Sportpakkanum kynnum við okkur byltingarkennt golfgreiningarkerfi og í Íslandi í dag hittum við uppistandarann Jakob Birgisson.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.