Liverpool lenti undir snemma leiks á Anfield en svaraði með stæl. Jota skoraði fyrstu tvö mörkin og í kjölfarið skoraði Mohamed Salah áður en Cody Gakpo skoraði tvennu undir lok leiks, lokatölur 5-1.
„Mér fannst þeir gera okkur erfitt fyrir, allt í allt var þetta góður leikur og við erum ánægður með að vera komnir áfram,“ bætti Jota við.
„Það er mikilvægt þegar maður lendir undir að jafna eins fljótt og hægt er. Að skora á Anfield er alltaf sérstakt og ég er mjög glaður að geta hjálpað liðinu.“
„Við höfum aðeins tapað einum leik til þessa. Við erum enn að þróa okkar leik, enn að þróa hugmyndir okkar en það eina sem gerir mann betri er að vinna leiki svo við erum glaðir.“
„Það er erfitt en við erum ríkjandi meistarar og viljum augljóslega vinna aftur,“ sagði Jota að lokum.