Sextán ára dómur fyrir manndráp í Drangahrauni stendur Jón Þór Stefánsson skrifar 26. september 2024 15:07 Maciej Jakub Talik kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness síðasta haust klæddur bol með áletruninni „welcome to gangland“ sem mætti þýða „velkomin í land gengjanna“. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sextán ára fangelsisdóm Maciej Jakub Talik fyrir að verða herbergisfélaga sínum, Jaroslaw Kaminski, að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði sumarið 2023. Honum var gert að greiða þrjár og hálfa milljón króna í áfrýjunarkostnað. Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Maciej var gefið að sök að svipta Jaroslaw, meðleigjenda sinn, lífi aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2023. Hann hafi stungið hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk, en samkvæmt ákæru lét Jaroslaw lífið vegna áverka á hjarta. Landsréttur sagði Maciej eiga sér engar málsbætur sem geti haft þýðingu við úrlausn málsins. Honum hafði í héraði verið gert að greiða tveimur aðstandenum hins látna samtals tæplega fjörutíu milljónir króna. Landsréttur staðfesti þær upphæðir. Sjá einnig: Ekki fallist á neyðarvörn og Talik dæmdur í sextán ára fangelsi Fyrir dómi viðurkenndi Maciej að hafa stungið Jaroslaw, en neitaði sök og bar fyrir sig að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Þó sagðist hann taka hvaða refsingu sem er, en gagnrýndi málatilbúnað lögreglu. „Eitt sem ég get ekki tekið undir er að lögreglan hafi snúið málinu við svo það væri eins og ég hefði drepið hann eins og rottu.“ Þeir tveir hafi farið út á lífið í Hafnarfirði kvöldið örlagaríka og verið fram á morgun. Þegar þeir hafi komið heim hafi Maciej verið ákveðinn og sagt að hann myndi ekki greiða honum umfram það sem þeir höfðu samið um í leigu. „Hann var með hníf í hendinni, ég veit ekki hvaðan hann kom, við fórum að hrinda hvor öðrum. Ég veit ekki hvernig ég náði hnífnum af honum eða hvort hann hafi misst hann. Ég stakk hann.“ Hann sagðist hafa orðið mjög hræddur eftir að hafa stungið meðleigjenda sinn ítrekað. Hann hafi flúið íbúðina og athugað hvort honum væri veitt eftirför. „Ég var rosa hræddur og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hef aldrei verið svona hræddur.“ „Fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ Á meðal gagna málsins voru skilaboð sem Maciej sendi vini sínum sama kvöld. Þar hótaði hann að myrða Jaroslaw. „Þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig,“ stóð í umræddum skilaboðum. Hann sagðist oft hafa sent skilaboð sem þessi úti í Póllandi. Hann hefði ekkert meint með þeim. „Ég var pirraður út í Jaroslaw en ég vildi ekki drepa hann. Ég var rosalega stressaður, ég hef aldrei verið með svona mikið adrenalín.“ Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar var birtur.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira