Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur fellt niður rannsókn á byrlunarmálinu svokallaða þar sem sex blaðamenn voru með réttarstöðu sakbornings. Formaður Blaðamannafélags Íslands mætir í myndver og fer yfir málið í beinni.
Þá verður rætt við sérfræðing um mansalsmál sem hafa verið að koma upp á Íslandi og við kynnum okkur þjófnað á skiltum í Reykjavíkurborg. Auk þess kíkir Magnús Hlynur í sláturtíð og við verðum í beinni frá opnunarhátíð kvikmyndahátíðarinnar RIFF og frá fjáröflun í Berginu Headspace.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.