Furrer féll af hjóli sínu í keppni á blautri brautinni og var í kjölfarið flutt með þyrlu á spítala. Ástandi hennar var lýst sem mjög krítísku og að hún væri í lífshættu.
Alþjóðahjólreiðasambandið hefur nú staðfest að Furrer sé látin. Samkvæmt sambandinu er enn verið að afla upplýsinga um slysið.
Þrátt fyrir slysið var keppni á HM haldið áfram. Ákvörðun um það var tekin í samráði við fjölskyldu Furrers.