Leiðtogi Hezbollah allur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2024 08:22 Hassan Nasrallah hafði verið leiðtogi Hezbollah-samtakanna í 32 ár. getty Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Í færlsu frá hernum á X segir að Hassan Nasrallah muni ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. Hassan Nasrallah will no longer be able to terrorize the world.— Israel Defense Forces (@IDF) September 28, 2024 Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar tengdur Hezbollah staðfestir sömuleiðis að ekki hafi heyrst frá leiðtoganum frá því í gær. Árásir Ísraela hafa staðið yfir í Beirút síðustu daga og hafa beinst að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Íbúar í nágrenni við þrjár byggingar í úthverfi suður af Beirút fengu skilaboð frá Ísraelsher um að koma sér að minnsta kosti fimm hundruð metra frá þeim í kvöld. Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna árásanna. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að fleiri en sjö hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Líbanon í vikunni. Áfram sé leitað í rústum húsa í Dahieh. Ísraelar segjast ætla að halda árásunum áfram þar til þeir vinna fullnaðarsigur á Hezbollah sem hefur staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael. „Ekki það síðasta í verkfærakassanum“ Herzi Halevi yfirmaður innan ísraelska hersins segir árásina hafa verið þaulskipulagða og „komið á réttum tíma og mjög snarpt“. „Hver sem ógnar Ísraelsríki, við munum kunna að komast að honum: í norðri, í suðri og víðar,“ er haft eftir Halevi í ísraleskum miðlum. „Þetta er ekki síðasta verkfærið, það eru fleiri verkfæri sem bíða,“ bætti Halevi við. Með undanförnum árásum á hæstu yfirmenn innan Hezbollah má segja að átökin milli Ísralelshers og samtakanna hafi stigmagnast. Fyrstu mánuði þessa stríðs var talið að Ísraelar myndu ekki ráðast gegn æðstu ráðamönnum Hezbollah en nú hefur Ísraelsher fellt fjölda yfirmanna innan samtakanna. Herinn birti yfirlitsmynd í dag af þeim yfirmönnum sem felldir hafa verið. Yfirlitsmynd ísraelska hersins yfir yfirmenn innana Hezbollah sem hafa fallið. Nýjustu vendingar teygja anga sína víðar um Mið-Austurlönd. Æðsti leiðtogi Írans Ayatollah Ali Khamenei gaf til að mynda frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann stappar stálinu í Hezbollah-samtökin og íbúa í Líbanon. Greint var frá því fyrr í dag að leiðtoginn hefði verið færður á öruggan stað vegna árásanna. Í yfirlýsingunni kallar hann eftir því að „standa þétt við bakið á fólkinu í Líbanon og Hezbollah samtökunum og styðja með hvað hætti sem fólki er kleift“. „Örlög álfunnar ráðast af krafti andstöðunnar, með Hezbollah í fremstu víglínu,“ er haft eftir Ali Khamenei í tilkynningu.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Andlát Tengdar fréttir Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02 Mest lesið Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. 27. september 2024 18:02