„Ert þú að leita að okkur?“ Elías Ýmir Larsen skrifar 1. október 2024 11:30 „Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Kjartan Kjartansson skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
„Erum við að leita að þér?“ er setning sem hefur verið sýnileg í atvinnuauglýsingum í gegnum tíðina, en hún á ekki við lengur. Í raun ætti að snúa dæminu við og spyrja „Ert þú að leita að okkur?“. Í sífellt harðari samkeppni um hæfileikaríkt starfsfólk og með auknum hreyfanleika þess eiga vinnustaðir erfiðara með að laða til sín og halda í það. Áður voru ráðningarskrifstofur og auglýsingar í blöðum mikið til einu leiðirnar til að ráða fólk í vinnu. Með tilkomu tækninýjunga og samfélagsmiðla hafa samskipti fyrirtækja og tilvonandi umsækjenda breyst umtalsvert. Nú keppast fyrirtæki um að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk sem oft hefur um nokkra starfsmöguleika til að velja. Þau fyrirtæki sem eru fremst í flokki í að ráða til sín hæfileikaríkt starfsfólk eru þau sem fjárfesta í vörumerki vinnustaðarins (e. employer branding). Hugtakið hefur þróast talsvert síðan það bar fyrst á góma hjá þeim Barrow og Ambler árið 1996 en í grófum dráttum snýst það um að kynna fyrirtækið út á við sem eftirsóknarverðan vinnustað. Fyrirtæki þurfa að búa til vörumerkja vinnustaðar stefnu sem hæfir þeirra tilgangi og gildum. Móta þarf virðistilboð fyrir starfsfólk (e. employee value propostiton), sem felur í sér þann ábata sem það fær í skiptum fyrir vinnuframlag sitt. Þar má nefna fjárhagslegan ábata, vaxtarmöguleika, starfsumhverfi, nýsköpun, tengslamyndun, fyrirtækjamenningu o.fl. Umsækjendur velja þann vinnustað sem þeim þykir veita sér mesta virðið og sem höfðar mest til þeirra. Fyrirtæki þurfa markvisst að vinna í því að skilgreina tilgang, þarfir, óskir og langanir starfsfólks. Það er hjá núverandi, fyrrverandi og tilvonandi starfsfólki. Einnig er mikilvægt að setja ekki alla undir sama hatt, stúdera þarf vel lýðfræðilegar breytur og koma til móts við mismunandi hópa. Þegar litið er t.d. til þróunar á áhersluþáttum í starfi skipt eftir aldri benda gögn til þess að yngri kynslóðir leggi meiri áherslu á fleiri þætti þegar kemur að því að velja og starfa á tilteknum vinnustað. Eldri kynslóðir leggja mikla áherslu á tvo meginþætti, þ.e. fjárhagslegan ábata og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á meðan horfa yngri kynslóðir til sömu þátta sem og fleiri eins og val á vinnustað eftir áhugasviði, möguleikann á því að þroskast í starfi, vinnuumhverfi, persónulega hagsmuni og samskipti við samstarfsfólk. Einnig eru yngri kynslóðir gjarnar á að skipta örar um vinnustað en þær eldri. Með því að aðlaga tilgang fyrirtækisins að tilgangi tilvonandi og núverandi starfsfólks eykur það líkur á þátttöku, skilvirkni og gagnsæi, sem eru allt þættir sem skapa betri vinnustað sem afkastar og skilar meiru. Það er nauðsynlegt að huga að vörumerki vinnustaðar fyrir fyrirtæki sem vill verða eftirsóknarverður vinnustaður með framúrskarandi vinnuumhverfi, öfluga fyrirtækjamenningu og tryggt samband við starfsfólk. Samkeppni um gott starfsfólk hefur aldrei verið meiri, en þar má sérstaklega nefna störf sem í boði eru fyrir verkfræðinga, tölvunarfræðinga og fólk úr raunvísindum. Mörg fyrirtæki hugsa vel um mannauðinn og forgangsraða starfsmannamálum ofarlega, en einn lykilþáttur í vörumerki vinnustaðar er að koma þeim upplýsingum á framfæri út á við. Ef fyrirtæki segir hvergi frá því hve góður vinnustaðurinn er og hve vel starfsfólki líði eru ekki miklar líkur á því að fyrirtækið nái að ganga í augun á markhópum sínum. „Er einhver að leita að þínu fyrirtæki?“ Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun