Gáfu skít í yfirmann sem hreykti sér af þeirra afrekum Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 11:30 Guðrún Arnardóttir, til hægri á mynd að fagna marki Íslands gegn Austurríki í sumar, deildi í dag færslu Caroline Seger með gagnrýni á yfirmann knattspyrnumála hjá Rosengård. Samsett/Instagram/Diego Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru lítt hrifnar af tilraunum Roger Palmgren, yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, til að eigna sér heiður að gríðarlegri velgengni liðsins í ár. Segja má að þær gefi skít í ummæli hans. „Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger. Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
„Þegar einhver trúir því að hann geti eignað sér heiðurinn að einhverju sem hann átti ENGAN þátt í!“ skrifaði hin margreynda Caroline Seger, liðsfélagi Guðrúnar, á Instagram og bætti við „kúkabroskalli“ eins og sjá má hér að ofan. Guðrún er á meðal þeirra sem deilt hafa færslunni og hljóðbúti úr hlaðvarpsþætti, þar sem Palmgren talar líkt og hann hafi nánast upp á eigin spýtur séð til þess að Rosengård hefur unnið alla sína deildarleiki á árinu. Rosengård hefur nefnilega átt ótrúlegt tímabil og unnið alla leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, alls 21 leik, og hefur Guðrún staðið vaktina í vörninni sem aðeins hefur fimm sinnum fengið á sig mark í þessum leikjum. Þá hefur hún skorað þrjú mörk á tímabilinu. Sænski meistaratitillinn blasir því við Rosengård á ný, eftir að liðið hafnaði óvænt aðeins í sjöunda sæti í fyrra. Rosengård dugar að vinna Kristianstad næsta föstudag til að landa titlinum, þó enn séu fimm umferðir eftir. Hreykti sér af að hafa aukið gæði æfinga Palmgren var ráðinn fyrir þetta tímabil og ekki stóð á svörum þegar hann var spurður að því í hlaðvarpi hvers vegna Rosengård vegnaði svona vel: „Það sem við gerðum frekar snemma var að ég settist niður með þjálfaranum og sagði að við þyrftum að auka ákefðina á æfingum og hafa æfingarnar líkari leikjum. Auka bæði gæðin og magn,“ sagði Palmgren. Seger var nóg boðið: Við sáum um alla vinnuna Aftonbladet spurði Seger nánar út í gagnrýni hennar í garð Palmgren: „Ég vil auðvitað að öllum sem hafa lagt hönd á plóg í því sem við höfum afrekað líði eins og þátttakendum í því sem við höfum gert. En ég get bara ekki unað því að einhver sem tók nákvæmlega engan þátt sé að eigna sér heiðurinn. Við erum með þjálfarateymi sem hefur lagt gríðarlega hart að sér, af mikilli fagmennsku, og leikmannahóp sem nýtti reynsluna af síðasta ári með stórkostlegum hætti. Það erum við sem sáum um alla vinnuna,“ sagði Seger.
Sænski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti