Stórar breytingar framundan Arnar Freyr Guðmundsson skrifar 2. október 2024 16:02 Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi þar sem tækni spilar lykilhlutverk getur skipt mjög miklu máli að tryggja öryggi alls þess ferlis sem vörur, þjónusta og upplýsingar fara í gegnum, allt frá framleiðslu til afhendingar til neytenda það sem við í daglegu tali köllum birgðakeðju. Það felur í sér að vernda bæði fyrirtæki og birgja þess gegn áhættu líkt og netógnunum, veikleikum í kerfum eða öryggisbrestum hjá þriðja aðila. Dæmi um öryggisbrest í birgjakeðju er CrowdStrike atvikið sem mörg urðu vör við í sumar en atvikið hafði meðal annars áhrif á flugsamgöngur og heilbrigðisþjónustu á heimsvísu. Aðfararnótt 19. júlí sendi CrowdStrike út uppfærslu á veiruvörn sinni, Falcon Sensor, sem olli því að Windows tölvur urðu óstarfhæfar vegna alvarlegs galla í nýjum rekli (e. driver). Uppfærslan var afturkölluð fljótt, en engu að síður urðu 8,5 milljónir tölva fyrir áhrifum og hafði atvikið alvarleg áhrif á fjölbreytta innviði um allan heim. Öryggisstefna skylda Mikilvægi öryggis birgjakeðju er sérstaklega áréttað í Evróputilskipun, sem tekur gildi í aðildarríkjum Evrópusambandsins 18. október 2024, en undirbúningur að innleiðingu hennar í íslensk lög er þegar hafinn. Með tilkomu tilskipunarinnar sem hefur heitið NIS2 verða fyrirtæki sem falla undir nauðsynlega og mikilvæga starfsemi skyldug til að tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi ströngum öryggiskröfum og stjórnendur bera ábyrgð á því að svo sé gert. Tilskipunin krefst þess að fyrirtæki hafi öfluga öryggisstefnu fyrir alla birgja. Stjórnendur bera þannig ábyrgð á því að fylgjast með öryggi birgjakeðjunnar og tryggja að allir aðilar uppfylli lágmarkskröfur um netöryggi. Birgjar þurfa að hafa innleitt áhættustýringarferli til að takast á við netógnir. Öryggisvottanir eða úttektir á birgjum skulu vera framkvæmdar reglulega til að tryggja að þeir fylgi ströngum öryggiskröfum. Viðbragðsáætlanir sem tryggja hröð viðbrögð við netárásum eða veikleikum í kerfum birgja skulu vera til staðar. Af þessu má sjá að aukin ábyrgð stjórnenda í öryggismálum er ein af stærstu og mikilvægustu breytingunum sem NIS2 felur í sér. Eins bera þeir ríka ábyrgð á því að meta og fylgjast með öryggisstefnu fyrirtækja og tryggja að birgjar og þjónustuaðilar fylgi settum öryggiskröfum. Þetta krefst þess að stjórnendur: Tryggi fjárhagslegan stuðning og mannafla til að innleiða öryggisstefnu. Fylgist reglulega með árangri og samræmi birgja og þjónustuaðila við öryggiskröfur. Meti áhættu sem fylgir birgjum og sjái til þess að allar áhættur séu teknar með í reikninginn við ákvarðanatöku. Stjórnendur þurfa að tryggja að öryggisstefna fyrirtækisins nái yfir alla birgjakeðjuna og að samningar við birgja taki mið af því að tryggja öryggi. Þetta getur verið í formi vottana, áreiðanleikakannana eða reglulegra úttektarferla til að tryggja að birgjar uppfylli ströngustu kröfur um netöryggi. Öryggi lykilatriði Stórar breytingar eru framundan með tilkomu NIS2, ábyrgð stjórnenda verður meiri og mikilvægt er að innleiða öflugar öryggisráðstafanir til að vernda birgjakeðjuna. Öryggi birgjakeðju er lykilatriði fyrir stöðugum rekstri og netöryggi fyrirtækja. Á þriðjudaginn í næstu viku, 8. október, stendur Fjarskiptastofa fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem áhersla er lögð á aukna ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2. Skráning fer fram hér: https://www.fjarskiptastofa.is/page/f9faad7e-8909-480f-87a1-513b540c3224 Höfundur er fagstjóri netvarna og prófana netöryggis á sviði stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun