Innlent

Lækkaðir stýrivextir og ó­á­nægja með af­nám kynjaskiptingar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í fjögur ár í morgun. Við ræðum við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna í beinni í kvöldfréttum.

Spennan vex enn fyrir botni Miðjarðarhafs en Ísraelar hafa heitið því að hefna fyrir árásir Íran í gær. Olíu- og kjarnorkuinnviðir eru sagðir í hættu. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum rýnir í stöðuna.

Við heimsækjum Vesturbæjarlaug, þar sem afnám kynjaskiptingar í Saununni hefur valdið óánægju.

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra gagnrýnir fyrirhugaða byggingu Ölfusárbrúar, sem hann segir allt of dýra. Hann fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á skemmri tíma fyrir þriðjung kostnaðarins.

Í íþróttafréttunum heyrum við í Kára Garðarssyni, sem var á sínum tíma fyrsti karlmaðurinn í efstu deild hér á landi, til að koma út úr skápnum. Hann segir lítið hafa breyst á þeim sextán árum.

Og í Íslandi í dag hittum við tæplega þrítugan mann, sem er kominn með háskólapróf og vill nú flytja að heiman. Það virðist þó algerlega ómögulegt, miðað við núverandi ástand á fasteignamarkaðnum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×