Innlent

Kaldasti septem­ber frá árinu 2005

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sumarið kom ekki í september, eins og margir höfðu gert sér vonir um, að minnsta kosti miðað við hitatölur í mánuðinum.
Sumarið kom ekki í september, eins og margir höfðu gert sér vonir um, að minnsta kosti miðað við hitatölur í mánuðinum. vísir/vilhelm

Septembermánuður var óvenjukaldur á landinu. Meðalhitastig hefur raunar ekki verið jafn lágt frá septembermánuði árið 2005.

Margir höfðu gert sér vonir um að sumarið kæmi loks í haustbyrjun. Af upplýsingum á vef Veðurstofunnar er hins vegar ljóst að það var ekki beint sumarveður í september. 

„Meðalhiti mánaðarins var undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum. Á nokkrum stöðvum mældist lægsti meðal- og/eða lágmarkshiti sem mælst hefur í september,“ segir á vef Veðurstofunnar. 

Meðalhiti í Reykjavík í september hafi verið 6,9 stig. Það sé 1,7 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri hafi meðalhitinn mælst 5,6 stig sem sé 2,4 stigum undir meðallagi 1991 til 2020 og 2,9 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Meðalhiti mánaðarins hafi verið 6,2 stig í Stykkishólmi og  7,0 stig á Höfn í Hornafirði.

Hitavik (°C) sjálfvirkra stöðva í september miðað við síðustu tíu ár (2014 til 2023).veðurstofan

„Að tiltölu var kaldast inn til landsins norðanlands. Neikvætt hitavik mældist minnst -1,1 stig í Skaftafelli en mest -3,0 stig á Reykjum í Fnjóskadal,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar og ennfremur:

„Mikil hlýindi gerði á Norðaustur- og Austurlandi 1. og 5. dag mánaðarins. Þessa daga mældist hæsti hiti mánaðarins um og yfir 20 stigum víða á norðausturfjórðungi landsins. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,1 stig á Seyðisfirði þ. 5. Lægsti hiti mánaðarins mældist -10,4 stig við Upptyppinga þ. 16. Í byggð mældist lægsti hitinn -8,1 stig á Þingvöllum þ. 26.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×