Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar 4. október 2024 08:31 Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun