Körfubolti

Allir nema einn völdu Clark sem ný­liða ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Caitlin Clark er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna.
Caitlin Clark er einn vinsælasti íþróttamaður Bandaríkjanna. getty/M. Anthony Nesmith

Caitlin Clark var valinn nýliði ársins í WNBA deildinni í körfubolta með miklum yfirburðum. Aðeins einum blaðamanni fannst hún ekki vera besti nýliðinn í deildinni.

Clark sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í WNBA. Hún skoraði 19,2 stig að meðaltali í leik og gaf 8,4 stoðsendingar, flestar allra í deildinni. Liðið hennar, Indiana Fever, vann tuttugu leiki og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í átta ár.

Clark jók líka athygli á WNBA gríðarlega og fjölmörg áhorfenda- og áhorfsmet voru sett í vetur.

Það kom því lítið á óvart að Clark hafi verið valinn nýliði ársins. Hún fékk 66 atkvæði af 67 mögulegum. Angel Reese hjá Chicago Sky fékk eina atkvæðið sem Clark fékk ekki. Hún var með 13,6 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.

Clark og stöllur hennar hafa lokið leik á tímabilinu en þær töpuðu fyrir Connecticut í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Alls fylgdust 1,8 milljón áhorfenda með leiknum í sjónvarpi sem er það mesta í leik í úrslitakeppni WNBA síðan 2000. Þá hefur enginn leikur í sögu úrslitakeppninnar fengið meira áhorf á ESPN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×