Nýsköpun án framtíðar? Erna Magnúsdóttir og Eiríkur Steingrímsson skrifa 7. október 2024 07:02 Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Árið 2017 fengu nýsköpunarfyrirtæki tæpa 2.4 miljarða í styrk beint úr ríkissjóði og hefur farið ört hækkandi síðan. Gert er ráð fyrir rúmum 17 milljörðum í endurgreiðslur til nýsköpunarfyrirtækja á næsta ári og gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun til ársins 2027. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku með auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir lækkað í raunvirði ár eftir ár. Nýsköpun þarf í grunninn fernt til að þrífast, frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn, aðstöðu auk vel þjálfaðs starfsfólks. Þetta síðastnefnda er grunn-starfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Fyrir rannsóknatengd nýsköpunarfyrirtæki er þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er enn og aftur stefnt að niðurskurði á opinberu samkeppnissjóðunum tveimur, Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Á sama tíma aukast framlög til rannsóknasjóða Evrópusambandsins (enda eru þau bundin GDP og langtíma samningum) og endurgreiðslur rannsókna- og þróunarskostnaðar fyrirtækja taka stórt stökk uppá við. Það er eins og stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að vísindi og rannsóknir skuli fara fram í fyrirtækjum eingöngu en ekki við háskóla eða rannsóknastofnanir. Við könnumst ekki við að umræða um slíka stefnubreytingu hafi farið fram en tölurnar benda sterklega til að ákvörðunin hafi verið tekin. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs jukust einungis um 6% milli 2013 og 2024 ef miðað er við launavísitölu, en 2013 var fyrsta árið þar sem framlög voru aukin eftir stórfeldan niðurskurð vegna fjármálahruns. Á sama tíma hafa umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða á pari við það sem hún var árið 2012, í miðjum niðurskurði vegna fjármálahruns, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um fjórðungi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 ár. Þessir tveir sjóðir hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Eiríkur er prófessor við Læknadeild HÍ. Erna er dósent við Læknadeild HÍ og stjórnarformaður Lífvísindaseturs.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun