Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 15:44 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi. Landsréttur gerir henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau séu ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Samkvæmt dómskvöddum matsmanni eru tréinn innan fjögurra metra línunnar 45 talsins. Íbúar parhússins sögðu trén skyggja nær algjörlega á dagsbirtu, sól og útsýni. Þá væri verulegur óþrifnaður af trjágróðrinum. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Sjá nánar: Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Landsréttur hins vegar sýknaði konuna af kröfunni um að klippa öll trén. Að mati dómsins var ekki búið að sýna fram á að skuggavarp af þeim trjám sem ekki eru innan fjögurra metra valda verulegum óþægindum umfram það sem almennt mætti vænta í þéttbýli. Konan fær þriggja mánaða frest frá uppsögu dómsins til þess að klippa trén sem henni er gert að klippa. Ef hún gerir það ekki verða 35 þúsund króna dagsektir lagaðar á hana. Í héraðsdómi hafði konunni verið gert að greiða tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var staðfest í Landsrétti. Dómsmál Kópavogur Nágrannadeilur Tré Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira
Landsréttur gerir henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau séu ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Samkvæmt dómskvöddum matsmanni eru tréinn innan fjögurra metra línunnar 45 talsins. Íbúar parhússins sögðu trén skyggja nær algjörlega á dagsbirtu, sól og útsýni. Þá væri verulegur óþrifnaður af trjágróðrinum. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Sjá nánar: Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm Landsréttur hins vegar sýknaði konuna af kröfunni um að klippa öll trén. Að mati dómsins var ekki búið að sýna fram á að skuggavarp af þeim trjám sem ekki eru innan fjögurra metra valda verulegum óþægindum umfram það sem almennt mætti vænta í þéttbýli. Konan fær þriggja mánaða frest frá uppsögu dómsins til þess að klippa trén sem henni er gert að klippa. Ef hún gerir það ekki verða 35 þúsund króna dagsektir lagaðar á hana. Í héraðsdómi hafði konunni verið gert að greiða tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var staðfest í Landsrétti.
Dómsmál Kópavogur Nágrannadeilur Tré Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Sjá meira