Fótbolti

Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cole Campbell þykir mikið efni.
Cole Campbell þykir mikið efni. getty/Hendrik Deckers

Cole Campbell er á varamannabekk Borussia Dortmund sem sækir Union Berlin heim í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Cole á íslenska móður, fótboltakonuna fyrrverandi Rakel Ögmundsdóttur, og spilaði fyrir yngri landslið Íslands. Á þessu ári ákvað hann hins vegar að spila fyrir Bandaríkin í framtíðinni en faðir hans er bandarískur. Cole skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir U-19 ára landslið Bandaríkjanna.

Í sumar skrifaði Cole undir nýjan fjögurra ára samning við Dortmund. Hann hefur gert góða hluti með unglingaliði félagsins og er nú kominn upp í aðalliðið og gæti þreytt frumraun sína með því í dag.

Cole æfði í unglingaakademíu Atlanta United en fór ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall og spilaði alls þrjá leiki í efstu deild á Íslandi, þar af einn þeirra með Breiðabliki.

Hinn átján ára Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir þarsíðasta tímabil og hefur staðið sig vel með unglingaliði félagsins eins og áður sagði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×