Minnkandi virðing fyrir heilbrigðisstarfsfólki á Gasa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. október 2024 13:34 Hólmfríður starfaði á neyðarsjúkrahúsi í Rafah í sumar. Rauði krossinn Ljósmóðir sem vann á sjúkrahúsi á Gasa í sumar og hefur í þrjátíu ár starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins víða um heim segir aðstæðurnar á Gasa að mörgu leyti þær hættulegustu sem hún hefur starfað í. Hún upplifi minni virðingu fyrir störfum heilbrigðisstarfsfólks en áður fyrr. Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Hólmfríður Garðarsdóttir hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í þrjátíu ár og ferðast til stríðshrjáðra landa til að starfa sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Hún ræddi upplifun sína sem heilbrigðisstarfsmaður á Gasaströndinni við Kristján í Sprengisandi í morgun. Hún starfaði á neyðarsjúkrahúsi á vegum Rauða krossins sem reist var til að mæta síaukinni þörf á heilbrigðisþjónustu. „Á stríðssvæðum sem ég hef oft verið er ástandið allt öðruvísi en að koma að einhverju þar sem það hafa til dæmis orðið jarðskjálftar,“ segir Hólmfríður. „En það sem ég upplifði á Gasa var að það er rosalegt óöryggi á staðnum,“ segir Hólmfríður. Sjálf hafi hún þó ekki upplifað sig óörugga. Reynt sé eftir fremsta megni að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna með því að vera í samtali við deiluaðila. „Það er mikið verið að sprengja og maður verður mjög mikið var við það meðan maður er þarna. Það er kannski það mesta sem ég hef upplifað af þeim löndum þar sem stríð er sem ég hef farið til.“ Afleiðingarnar stríðsrekstursins sjáist inni á sjúkrahúsunum og margar heilbrigðisstofnanir á Gasa séu ekki starfandi. „Þannig að ástandið þarna er virkilega ömurlegt, það er ekki hægt að segja neitt annað. Og aðstæðurnar sem fólk er í eru mjög óvanalegar.“ Alltaf gleðilegt að eignast heilbrigt barn Hólmfríður starfaði sem ljósmóðir á neyðarsjúkrahúsinu á Gasa. Þá deild segir hún þá jákvæðustu á sjúkrahúsinu. „Það er alltaf gleðilegur viðburður þegar heilbrigð börn fæðast. En auðvitað skiptast á skin og skúrir,“ segir Hólmfríður og bendir á að aðstæður nýbakaðra mæðra séu erfiðar. Flestir búi í tjöldum með mjög takmarkað aðgengi að hreinlætisvörum, mat og heilbrigðisþjónustu. Þannig sé tvísýnt þegar börn fæðast hvort þau lifi af. Hún segir starfið á sjúkrahúsinu hafa tekið verulega á. „Við vorum kannski að fá tuttugu, þrjátíu, fjörutíu manns, slasaða, í einu,“ segir Hólmfríður. „Fólk er mjög illa farið og það er alveg hryllilegt.“ Og er þetta að gerast oft í viku að þið fáið svoleiðis hópa? „Já, þetta er að gerast nokkrum sinnum. Þá sér maður mjög dramatískar afleiðingar af þessu stríði.“ Forðast þurfi vonleysi Hólmfríður segir starf sitt á Gasa að mörgu leyti hættulegustu aðstæður sem hún hefur verið í sem sendifulltrúi Rauða krossins. Samkvæmt mannúðarlögum eigi heilbrigðisstarfsfólk að fá að njóta verndar en þeirri reglu sé þó ekki alltaf framfylgt. „Það eru náttúrlega spítalar sem eru ónýtir og það er starfsfólk sem hefur slasast eða misst lífið. Og það er það sem mér finnst breyting á þessum þrjátíu árum. Það er að ágerast, ekki [er borin] virðing fyrir störfum heilbrigðisstarfsmanna eða sjúkrahúsum.“ Í byrjun ferils hennar sem sendiboði hafi heilbrigðisstarfsfólk fengið að starfa meira óhindrað en í ástandinu á Gasa. Hólmfríður segir að hugarfarið í starfi sem þessu megi aldrei verða þannig að manni finnist ástandið vonlaust. „Maður upplifir alltaf eitthvað jákvætt líka. Þetta er erfitt, að sjálfsögðu. Það bara fylgir þessu starfi,“ segir Hólmfríður. „Auðvitað er þetta lýjandi ástand og það kom alveg fyrir um miðjar nætur að við þurftum að fara í svokallað skjól sem við vorum með í húsinu af því að það gekk það mikið á. Og auðvitað er spítalinn í tjöldum og það sem fer upp kemur aftur niður. Þess vegna er ágætt að vera þarna í nokkrar vikur í senn en þeir sem búa þarna, þetta er bara þeirra raunveruleiki.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Góðverk Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira