Hvað vitum við? Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 7. október 2024 14:01 Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Skóla- og menntamál Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu málþingi um verðmæti menningar og skapandi greina var kynnt skýrsla sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman fyrir menningar og viðskiptaráðuneytið. Skýrslan nefnist Framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi – Greining og tillögur. Í kynningu sinni á skýrslunni benti Ágúst m.a. á að beint framlag menningar og skapandi greina á Íslandi eru um 3.5% af landsframleiðslu eða rúmlega 190 milljarðar króna. Þetta er nánast á pari við fiskveiðar og fiskeldi sem skapar 4%. Ágúst benti einnig á að virðisauki menningar og skapandi greina í hagkerfinu hefur aukist um 70% á 10 árum. Samkvæmt greiningu hans eru skattaívilnanir og opinbert framlag til menningarstarfssemi fjárfesting þar sem hver króna skilar þremur til baka. Hraðari vöxtur á Íslandi Allt frá 2011 þegar Kortlagning á efnahagslegum áhrifum skapandi greina var fyrst gerð hefur það verið skjalfest að nýr atvinnuvegur sem lætur verulega að sér kveða er að þróast. Það var þó ekki fyrr en árið 2021 sem menningarvísar á Hagstofu Íslands litu fyrst dagsins ljós. Í bráðabirgðarkortlagningu sem ástralski fræðimaðurinn Stuart Cunningham gerði ásamt teymi sínu á þeim tölum sem þar komu fram er ljóst að á Íslandi er hraðari vöxtur í þessari atvinnugrein heldur en í Bretlandi og í Ástralíu sem voru samanburðarlöndin í úttektinni. Uppfærðir menningarvísar litu svo dagsins ljós vorið 2023 sem greining og tillögur Ágústs byggja á. Það sama haust hófst starfssemi Rannsóknarseturs skapandi greina. Erla Rún Guðmundsdóttir forstöðukona setursins kynnti starfssemina á málþinginu með erindi sem hún kallaði: Hvað vitum við? Mikilvægi þekkingarsköpunar. Hún rakti þar þróun þekkingar á sviðinu. Hvað vitum við ekki? Í máli hennar kom hins vegar fram að okkur vantar margvíslegar upplýsingar. Við eigum ekki nema takmarkaðar tölur um útflutningstekjur í skapandi greinum. Við eigum ekki sundurliðun á tölum um opinbera og almenna markaðinn. Við getum ekki séð niðurbrot á tölum eftir landshlutum. Við eigum ekki upplýsingar um menningar- og miðlaneyslu. Og margt fleira er hægt að týna til. Gögn af þessu tagi eru forsenda þess að hægt sé að stunda samanburðarhæfar rannsóknir við nágrannaríki okkar og um leið efla okkar eigin þekkingu og stefnumótun á þessum mikilvæga atvinnuvegi. Þess utan er mikilvægt að skoða áhrif listiðkunar og menningar á heilsu þjóðar í miklu stærra samhengi og finna uppmælingar sem byggja ekki endilega á aurum og krónum heldur velsæld sem lítur öðrum mælikvörðum. Mikilvægi þekkingarsköpunar Af þessu má sjá að tækifærin til rannsókna í þessum geira eru mikil. Við þurfum að bretta upp ermar og sækja fram í þekkingarsköpun okkar á þessu sviði til þess að vita betur hvernig opinber stefnumótun og aðgerðir eru að nýtast samfélaginu, hvar eru brotalamir og hvernig er hægt er að gera enn betur? Í þessu samhengi er óskandi að sjóðir gefi rannsóknum í þessum geira aukinn gaum. Skref í á átt er styrkur sem Rannsóknasetur skapandi greina veitir til meistaranema sem eru að vinna 30-60 eininga rannsóknir til lokaverkefna á þessu sviði og er næsti umsóknafrestur 15. nóvember nk. Höfundur er formaður stjórnar rannsóknaseturs skapandi greina og fagstjóri skapandi greina við Háskólann Bifröst.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun