Körfubolti

Engir eftir­málar af látunum í Smáranum

Valur Páll Eiríksson skrifar
DeAndre Kane var í hringiðunni á föstudagskvöld.
DeAndre Kane var í hringiðunni á föstudagskvöld. Vísir/Diego

Engir eftirmálar verða af látunum sem urðu í Smáranum á föstudagskvöldið eftir leik Grindavíkur og ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta. Misjafnar meiningar eru í málinu.

Grindavík vann öruggan sigur á ÍR í leiknum þar sem stuðningsmenn gestanna fjölmenntu og létu vel í sér heyra, enda fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili í efstu deild. Eftir leikinn dró hins vegar til tíðinda.

Misjafnar meiningar eru í málinu en stuðningsmenn ÍR áttu orðaskipti við DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar urðu þar einhverjar ryskingar milli manna.

ÍR-ingar benda á Kane og Kane bendir á Ghetto Hooligans, stuðningssveit ÍR.

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir ábendingar hafa borist á borð KKÍ en hjá sambandinu liggi engin gögn til að takast á við málið. Atvikið náðist ekki á myndbandi og sé um að ræða orð gegn orði.

Ekki verður því aðhafst frekar í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×