Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar 8. október 2024 13:32 Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Borgarstjórn Reykjavík Píratar Stafræn þróun Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun