Segja Hezbollah höfuðlaus eftir dauða arftaka Nasrallah Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 17:58 Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Beirút. AP/Bilal Hussein Forsvarsmenn ísraelska hersins sögðu í dag að Hashem Safieddine, einn af leiðtogum Hezbollah sem talið var að ætti að taka við af Hassan Nasrallah, væri líklega dáinn. Ekkert hefur heyrst af honum frá því Ísraelar gerðu loftárás í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í síðustu viku. Árásin var þá sögð beinast gegn Safieddine. Herinn segir einnig að enn einn af leiðtogum samtakanna hafi verið felldur í árás í Beirút í dag. Sá hét Suhail Husseini og er sagður hafa komið að daglegri stjórn samtakanna, fjármálum þeirra og annarskonar skipulagningu. Reuters hefur eftir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, að Hezbollah séu höfuðlaus samtök. Nasrallah hafi verið felldur og nú hafi arftaki hans einnig líklega verið felldur. Fregnir hafa einnig borist af því að háttsettur íranskur herforingi hafi fallið í sömu árás. Ekkert hefur frést af Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því árásin var gerð. Yfirvöld í Íran segja hann við góða heilsu en hafa ekki gert tilraun til að staðfesta það. Þegar kemur að örlögum Safiddine hefur lítið sem ekkert heyrst frá Hezbollah. Ekkert hefur heyrst af Safieddine frá því í síðustu viku en hann hafði lengi verið undir væng Nasrallah og stýrði framkvæmdastjórn hryðjuverkasamtakanna. Þar hefur hann stýrt Hezbollah á pólitíska sviðinu en hann sat einnig í stríðsráði Hezbollah. Fyrr í dag gaf Naim Qassem, sem er formlega næstráðandi Hezbollah, út yfirlýsingu um að hann væri tilbúinn til viðræðna um vopnahlé. Hann nefndi ekki að vopnahlé á Gasaströndinni væri skilyrði fyrir vopnahléi í Líbanon. Þá sagði Qassem að hernaðarleg geta Hezbollah væri enn ósködduð, þrátt fyrir fjölmargar árásir Ísraela og dauða margra af helstu leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum. Naim Qassem, formlegur næstráðandi Hezbollah.AP/Bilal Hussein Bað líbönsku þjóðina um að losa sig við Hezbollah Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, birti einnig ávarp í dag sem hann beindi til Líbönsku þjóðarinnar. Þar sagði hann að dauði Nasrallah og dauði Safieddine, auk þess sem þúsundir meðlimir Hezbollah hefðu verið felldir eða þeir særst, fæli í sér tækifæri fyrir Líbanon til að losa sig við Hezbollah. Samtökin hefðu ekki verið í jafn veikri stöðu um árabil. „Nú standið þið, líbanska þjóðin, á mikilvægum krossgötum. Valið er ykkar,“ sagði Netanjahú samkvæmt Times of Israel. Hann sagði þjóðina geta tekið landið sitt aftur og stýrt því í átt að friði og velmegun. Ef Hezbollah yrði ekki komið frá myndu meðlimir samtakanna halda áfram að berjast og skýla sér bakvið íbúa landsins. „Frelsið landið ykkar frá Hezbollah svo ríkið geti blómstrað aftur, svo framtíðarkynslóðir líbanskra og ísraelskra barna þurfi ekki að búa við stríð eða blóðsúthellingar. Svo við getum loksins búið saman í friði.“ ראש הממשלה נתניהו בפנייה ישירה לאזרחי לבנון: "עומדת בפניכם הזדמנות להציל את לבנון - לפני שתיפול לתוך תהום של הרס וסבל בדומה לעזה" pic.twitter.com/2X8TC2Ep5F— ישראל היום (@IsraelHayomHeb) October 8, 2024 Þrettán hundruð liggja í valnum Forsvarsmenn ísraelska hersins sendu í dag fleiri hermenn inn í Líbanon. Nú hafa fjórar herdeildir verið sendar inn í Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur herinn ekki sótt dýpra inn í landið. Þess í stað hafa hermenn varið lengra með landamærunum en áður. Þá segir herinn að meðlimir Hezbollah hafi skotið rúmlega 170 eldflaugum að Ísrael í dag. Ísraelar hafa á undanförnum dögum og vikum gert fjölmargar og umfangsmiklar loftárásir í Líbanon. Rúmlega 1.300 manns hafa fallið í þessum árásum og meira en milljón hefur þurft að flýja heimili sín. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50 Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Sjá meira
Árásin var þá sögð beinast gegn Safieddine. Herinn segir einnig að enn einn af leiðtogum samtakanna hafi verið felldur í árás í Beirút í dag. Sá hét Suhail Husseini og er sagður hafa komið að daglegri stjórn samtakanna, fjármálum þeirra og annarskonar skipulagningu. Reuters hefur eftir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, að Hezbollah séu höfuðlaus samtök. Nasrallah hafi verið felldur og nú hafi arftaki hans einnig líklega verið felldur. Fregnir hafa einnig borist af því að háttsettur íranskur herforingi hafi fallið í sömu árás. Ekkert hefur frést af Esmail Qaani, yfirmanns Quds-sveitar íranska byltingarvarðarins, frá því árásin var gerð. Yfirvöld í Íran segja hann við góða heilsu en hafa ekki gert tilraun til að staðfesta það. Þegar kemur að örlögum Safiddine hefur lítið sem ekkert heyrst frá Hezbollah. Ekkert hefur heyrst af Safieddine frá því í síðustu viku en hann hafði lengi verið undir væng Nasrallah og stýrði framkvæmdastjórn hryðjuverkasamtakanna. Þar hefur hann stýrt Hezbollah á pólitíska sviðinu en hann sat einnig í stríðsráði Hezbollah. Fyrr í dag gaf Naim Qassem, sem er formlega næstráðandi Hezbollah, út yfirlýsingu um að hann væri tilbúinn til viðræðna um vopnahlé. Hann nefndi ekki að vopnahlé á Gasaströndinni væri skilyrði fyrir vopnahléi í Líbanon. Þá sagði Qassem að hernaðarleg geta Hezbollah væri enn ósködduð, þrátt fyrir fjölmargar árásir Ísraela og dauða margra af helstu leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum. Naim Qassem, formlegur næstráðandi Hezbollah.AP/Bilal Hussein Bað líbönsku þjóðina um að losa sig við Hezbollah Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, birti einnig ávarp í dag sem hann beindi til Líbönsku þjóðarinnar. Þar sagði hann að dauði Nasrallah og dauði Safieddine, auk þess sem þúsundir meðlimir Hezbollah hefðu verið felldir eða þeir særst, fæli í sér tækifæri fyrir Líbanon til að losa sig við Hezbollah. Samtökin hefðu ekki verið í jafn veikri stöðu um árabil. „Nú standið þið, líbanska þjóðin, á mikilvægum krossgötum. Valið er ykkar,“ sagði Netanjahú samkvæmt Times of Israel. Hann sagði þjóðina geta tekið landið sitt aftur og stýrt því í átt að friði og velmegun. Ef Hezbollah yrði ekki komið frá myndu meðlimir samtakanna halda áfram að berjast og skýla sér bakvið íbúa landsins. „Frelsið landið ykkar frá Hezbollah svo ríkið geti blómstrað aftur, svo framtíðarkynslóðir líbanskra og ísraelskra barna þurfi ekki að búa við stríð eða blóðsúthellingar. Svo við getum loksins búið saman í friði.“ ראש הממשלה נתניהו בפנייה ישירה לאזרחי לבנון: "עומדת בפניכם הזדמנות להציל את לבנון - לפני שתיפול לתוך תהום של הרס וסבל בדומה לעזה" pic.twitter.com/2X8TC2Ep5F— ישראל היום (@IsraelHayomHeb) October 8, 2024 Þrettán hundruð liggja í valnum Forsvarsmenn ísraelska hersins sendu í dag fleiri hermenn inn í Líbanon. Nú hafa fjórar herdeildir verið sendar inn í Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni hefur herinn ekki sótt dýpra inn í landið. Þess í stað hafa hermenn varið lengra með landamærunum en áður. Þá segir herinn að meðlimir Hezbollah hafi skotið rúmlega 170 eldflaugum að Ísrael í dag. Ísraelar hafa á undanförnum dögum og vikum gert fjölmargar og umfangsmiklar loftárásir í Líbanon. Rúmlega 1.300 manns hafa fallið í þessum árásum og meira en milljón hefur þurft að flýja heimili sín.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40 Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50 Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Sjá meira
Ekkert lát á aðgerðum Ísraelshers gegn Hamas og Hezbollah Ísraelsher gerði umfangsmiklar árásir á Líbanon í gær og sendi meðal annars fjölda herþota gegn um 120 skotmörkum í suðurhluta landsins. Þá voru skömmu síðar gerðar árásir á úthverfin suður af Beirút síðar um daginn. 8. október 2024 06:40
Lýsa nóttinni sem skelfilegri Upphafi skólaárs hefur verið frestað í Líbanon vegna öryggisógnar í landinu. Íbúar í Beirút lýsa nóttinni sem skelfilegri vegna loftárása Ísraelsmanna sem eru sagðar þær umfangsmestu á svæðinu frá upphafi átakanna. 6. október 2024 18:50
Huldukona í lykilhlutverki í lygilegu ráðabruggi um símboðana Talið er að hátt í þrjú þúsund Hezbollah-liðar hafi látið lífið eða verið limlestir ásamt óþekktum fjölda óbreyttra borgara þegar fjöldi símboða sprakk þann 17. september síðastliðinn. Það var Mossad, ísraelska leyniþjónustan, sem bar ábyrgð á verknaðinum sem hafði verið í undirbúningi í um tvö ár. 6. október 2024 12:23