Við erum á allt öðrum stað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. október 2024 08:33 Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér. Með öðrum orðum er Ísland einfaldlega ekki á sama stað og flest önnur ríki í Evrópu þegar verðbólga er annars vegar. Fyrir vikið skilar það ekki réttri niðurstöðu að bera saman verðbólguna hér á landi við verðbólguna í flestum öðrum Evrópuríkjum á sama tíma. Ástæðan er ekki sízt sú að umtalsverður hluti verðbólgunnar hefur verið fluttur inn frá öðrum Evrópuríkjum enda mest flutt inn þaðan. Meiri framleiðslukostnaður þar, einkum vegna hærra orkuverðs, hefur leitt til hærra verðlags sem síðan hefur skilað sér hingað. Hærra orkuverð innan Evrópusambandsins hefur fyrst og fremst verið afleiðing þess hversu háð ófá ríki þess voru orðin rússneskri orku vegna dómgreindarleysis forystumanna sambandsins og ríkjanna um langt árabil. Draga þurfti úr því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir efnahagslíf þeirra. Ekki sízt Þýzkaland. Nokkuð sem snerti Ísland ekki með beinum hætti enda landið ekki háð erlendri raforku og orkukerfi þess ekki tengt öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar voru áhrifin hér óbein sem fyrr segir. Fjármagna enn hernað Rússlands Forystumenn Evrópusambandsins sáu sér ekki annað fært í kjölfar innrásarinnar en að viðurkenna að sambandið og ríki þess hefðu þannig fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernaðaraðgerðir þeirra í Úkraínu. Til að mynda kom það fram í ræðu sem Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, flutti á þingi þess 9. marz 2022. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Rússlands á Krímsskaga árið 2014 hefði innflutningur á rússneskri orku haldið áfram að aukast þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Þýzkir forystumenn hafa að sama skapi gengizt við því að þeim hafi orðið á mjög alvarleg mistök í þeim efnum. Tveimur og hálfu ári eftir innrásina streyma enn tugir milljarða evra til Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins sem greiðsla fyrir rússneska orku. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr innflutningi á þarlendri orku eru ríkin eftir sem áður stærsti kaupandi hennar. Talsvert af rússneskri orku, ekki sízt gasi, er flutt inn í gegnum önnur ríki og skráð sem framleiðsla í þeim. Þá hefur hækkandi orkuverð orðið til þess að tekjur Rússlands af orkusölu hafa ekki dregizt eins mikið saman og annars hefði orðið þrátt fyrir minni sölu til Evrópuríkja. Viðvarandi efnahagsleg stöðnun Viss kaldhæðni felst óneitanlega í því að á sama tíma og talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa kallað eftir því að tekin verði skref í þá átt vegna verðbólgunnar hér á landi liggur fyrir að umtalsverður hluti hennar hefur verið fluttur inn frá ríkjum sambandsins. Hið sama á við um tal þeirra um aukið efnahagsöryggi með inngöngu í Evrópusambandið í ljósi þeirrar staðreyndar að verðbólgan innan þess hefur einkum verið afleiðing ábyrgðarlausra ákvarðana forystumanna sambandsins og ríkja þess í efnahagsmálum. Hvað efnahagsmálin annars varðar er langur vegur frá því að ábyrgðarleysi forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess í þeim efnum sé þar með upptalið. Til að mynda hefur þannig ríkt viðvarandi efnahagsleg stöðnun á evrusvæðinu nánast frá því að evran var tekin í notkun fyrir um aldarfjórðungi síðan með tilheyrandi litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun víðast hvar innan þess. Lágir vextir hafa verið ein birtingarmynd þessa ástands sem sumir kalla stöðugleika. Tilgangurinn með lágum vöxtum er einu sinni iðulega fyrst og fremst sá að reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Ekki hefur veitt af því víðast hvar á evrusvæðinu á undanförnum árum og áratugum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu með tilliti til kaupmáttar hefur þannig til dæmis farið jafnt og þétt lækkandi og nemur nú einungis 14,5% samanborið við 20% við upphaf aldarinnar. Hefur sambandið dregizt aftur úr öðrum mörkuðum í þeim efnum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Verðbólga á evrusvæðinu náði hámarki í október 2022 miðað við samræmda vísitölu neyzluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu og mældist þá 10,6%. Á sama tíma var verðbólga á Íslandi á sama mælikvarða 6,4%. Eftir það fór verðbólga á evrusvæðinu minnkandi en byrjaði ekki að minnka hér á landi fyrr en í febrúar 2023. Ástæðan er sú að verðbólgan hér hefur verið nokkrum mánuðum á eftir stöðu mála innan svæðisins. Verðbólgan fór með öðrum orðum fyrr upp á evrusvæðinu en hér á landi og fyrir vikið er hún seinni niður hér. Með öðrum orðum er Ísland einfaldlega ekki á sama stað og flest önnur ríki í Evrópu þegar verðbólga er annars vegar. Fyrir vikið skilar það ekki réttri niðurstöðu að bera saman verðbólguna hér á landi við verðbólguna í flestum öðrum Evrópuríkjum á sama tíma. Ástæðan er ekki sízt sú að umtalsverður hluti verðbólgunnar hefur verið fluttur inn frá öðrum Evrópuríkjum enda mest flutt inn þaðan. Meiri framleiðslukostnaður þar, einkum vegna hærra orkuverðs, hefur leitt til hærra verðlags sem síðan hefur skilað sér hingað. Hærra orkuverð innan Evrópusambandsins hefur fyrst og fremst verið afleiðing þess hversu háð ófá ríki þess voru orðin rússneskri orku vegna dómgreindarleysis forystumanna sambandsins og ríkjanna um langt árabil. Draga þurfti úr því í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir efnahagslíf þeirra. Ekki sízt Þýzkaland. Nokkuð sem snerti Ísland ekki með beinum hætti enda landið ekki háð erlendri raforku og orkukerfi þess ekki tengt öðrum Evrópuríkjum. Hins vegar voru áhrifin hér óbein sem fyrr segir. Fjármagna enn hernað Rússlands Forystumenn Evrópusambandsins sáu sér ekki annað fært í kjölfar innrásarinnar en að viðurkenna að sambandið og ríki þess hefðu þannig fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda og síðan hernaðaraðgerðir þeirra í Úkraínu. Til að mynda kom það fram í ræðu sem Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, flutti á þingi þess 9. marz 2022. Sagði hann enn fremur að eftir innlimun Rússlands á Krímsskaga árið 2014 hefði innflutningur á rússneskri orku haldið áfram að aukast þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. Þýzkir forystumenn hafa að sama skapi gengizt við því að þeim hafi orðið á mjög alvarleg mistök í þeim efnum. Tveimur og hálfu ári eftir innrásina streyma enn tugir milljarða evra til Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins sem greiðsla fyrir rússneska orku. Þrátt fyrir að dregið hafi verið úr innflutningi á þarlendri orku eru ríkin eftir sem áður stærsti kaupandi hennar. Talsvert af rússneskri orku, ekki sízt gasi, er flutt inn í gegnum önnur ríki og skráð sem framleiðsla í þeim. Þá hefur hækkandi orkuverð orðið til þess að tekjur Rússlands af orkusölu hafa ekki dregizt eins mikið saman og annars hefði orðið þrátt fyrir minni sölu til Evrópuríkja. Viðvarandi efnahagsleg stöðnun Viss kaldhæðni felst óneitanlega í því að á sama tíma og talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa kallað eftir því að tekin verði skref í þá átt vegna verðbólgunnar hér á landi liggur fyrir að umtalsverður hluti hennar hefur verið fluttur inn frá ríkjum sambandsins. Hið sama á við um tal þeirra um aukið efnahagsöryggi með inngöngu í Evrópusambandið í ljósi þeirrar staðreyndar að verðbólgan innan þess hefur einkum verið afleiðing ábyrgðarlausra ákvarðana forystumanna sambandsins og ríkja þess í efnahagsmálum. Hvað efnahagsmálin annars varðar er langur vegur frá því að ábyrgðarleysi forystumanna Evrópusambandsins og ríkja þess í þeim efnum sé þar með upptalið. Til að mynda hefur þannig ríkt viðvarandi efnahagsleg stöðnun á evrusvæðinu nánast frá því að evran var tekin í notkun fyrir um aldarfjórðungi síðan með tilheyrandi litlum sem engum hagvexti, viðvarandi miklu atvinnuleysi, lítilli framleiðni og takmarkaðri nýsköpun víðast hvar innan þess. Lágir vextir hafa verið ein birtingarmynd þessa ástands sem sumir kalla stöðugleika. Tilgangurinn með lágum vöxtum er einu sinni iðulega fyrst og fremst sá að reyna að koma hjólum efnahagslífsins aftur af stað. Ekki hefur veitt af því víðast hvar á evrusvæðinu á undanförnum árum og áratugum. Hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu með tilliti til kaupmáttar hefur þannig til dæmis farið jafnt og þétt lækkandi og nemur nú einungis 14,5% samanborið við 20% við upphaf aldarinnar. Hefur sambandið dregizt aftur úr öðrum mörkuðum í þeim efnum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar