Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 88-95 | Þórsarar kláruðu dæmið í framlengingu Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 10. október 2024 18:31 Jordan Semple setti 16 stig og tók 14 fráköst í kvöld Vísir/Bára Dröfn Valur tók á móti Þór Þorlákshöfn í N1 höllinni í kvöld þegar 2. umferð Bónus-deildar karla hóf göngu sína. Eftir framlengdan leik voru það gestirnir frá Þorlákshöfn sem hrósuðu sigri 88-95. Þór Þorlákshöfn byrjaði af krafti og vann uppkastið og setti fyrstu stig á töfluna strax í fyrstu sókn. Valur náðu að halda í við gestina fyrst um sinn en Þórsarar náðu fljótt að sigla fram úr. Gestirnir litu út fyrir að vera með öll tök á leiknum í fyrsta hluta. Valur náði smá áhlaupi undir restina en Þór Þorlákshöfn svaraði með því að skora síðustu sjö stig leikhlutans og voru yfir 14-25 eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn komu mun betur stilltir út í annan leikhluta og byrjuðu að naga niður forskot gestana hægt og bítandi. Valur náði flottu áhlaupi þegar Kristinn Pálsson setti niður þrist og Kári Jónsson fylgdi því eftir með góðu sniðskoti. Við þetta virtist kvikna undir Valsliðinu. Valsliðið sýndi mikinn kraft og gæði í að snúa leiknum sér í hag og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra stiga forskot 41-37. Það var ekki mikið sem benti til annars heldur en að Valur væri að fara hlaupa með leikinn frá Þór Þ. í upphafi þriðja leikhluta. Valur náði að komast í tíu stiga forskot áður en Þórsarar fóru í gang þegar líða tók á leikhlutann. Þeir frábærlega undir lok leikhlutans og náðu flottu áhlaupi og snéru leiknum sér í hag fyrir fjórða leikhlutann, 61-68. Það var hart barist í fjórða leikhluta en Valsmenn virkaðu örlítið sterkari eftir því sem leið á leikinn og náðu að snúa leiknum sér í hag og voru þremur stigum yfir þegar 2,8 sek voru eftir á klukkunni. Þór Þorlákshöfn tók leikhlé og Lalli teiknaði upp fullkomið kerfi fyrir Justas Tamulis sem setti þrist og kom leiknum í framlengingu. Í framlengingunni voru það gestirnir frá Þorlákshöfn sem voru sterkari og fóru með sterkan útisigur heim til Þorlákshafnar 88-95. Atvik leiksins Erfitt að horfa framhjá þessum risa þrist frá Justas Tamulis. Auðvitað var það fyrrum Valsarinn sem setti niður rýtinginn og kom þessu í framlengingu. Stjörnur og skúrkar Marreon Jackson var flottur í liði Þórs og var auk þess stigahæstur á vellinum með 27 stig. Hann bætti við þetta sjö fráköstum og fimm stoðsendingum. Verðum svo að nefna Justas Tamulis líka fyrir þennan þrist sem hann setur og kemur leiknum í framlengingu. Skoraði bara sex stig í kvöld en setti klárlega mikilvægustu stig leiksins. Taiwo Badmus var atkvæðamestur í liði Vals með 20 stig og bætti við það sextán fráköstum og fimm stoðsendingum. Var bestur í liði Vals í kvöld. Dómararnir Þetta var furðuleg lína oft á tíðum. Stundum komust menn full auðveldlega á línuna og ekki alveg samræmi stundum. Var ekki þeirra besta frammistaða og óþarfi að eyða fleiri orðum um það. Stemingin og umgjörð Ætla ekki að segja að það hafi verið slegist um sætin hérna í N1 höllinni í kvöld. Þeir sem komu og studdu sín lið eiga allt hrós skilið. Verður ekkert tekið af þeim en maður hefði viljað sjá fleiri hérna í kvöld og fá aðeins meiri læti. Umgjörðin hjá Val var til fyrirmyndar eins og vanalega. Ekkert út á hana að setja. Viðtöl Jamil: „Þetta var bara skortur á aga“ Jamil Abiad er aðalþjálfari kvennaliðs Vals en stýrir karlaliðinu í fjarveru Finns FreysVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er aldrei skemmtilegt að tapa og þá sérstaklega á heimavelli í framlengingu. Við þurfum bara að taka þetta fyrir á æfingu og horfa á leikinn aftur til að verða betri. “ Sagði Jamil Abiad sem stýrir Valsmönnum í fjarveru Finns Freys Stefánssonar eftir leikinn í kvöld. Jamil Abiad var ekki ánægður með það hvernig Valsmenn komu út úr hálfleiknum í kvöld. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Við slökuðum á varnarlega sem var það sem kom okkur inn í leikinn aftur fyrir hálfleik. Við þurfum bara að tryggja að við séum að spila betri vörn í gegnum allan leikinn en ekki bara á köflum.“ Valur var með þriggja stiga forskot þegar um 2,8 sekúndur voru eftir en Justas Tamulis, fyrrum leikmaður Vals setti þá þrist til að koma leiknum í framlengingu. „Þetta sveið því þetta var Justas, hann var með okkur á síðasta ári.“ Sagði Jamil Abiad glottandi og hélt áfram. „Þetta var bara skortur á aga. Við töluðum um það í leikhlé og við fylgdum því ekki eftir. Það er okkar sök og við þurfum bara að vera betri og meira fókseraðir.“ Bónus-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn
Valur tók á móti Þór Þorlákshöfn í N1 höllinni í kvöld þegar 2. umferð Bónus-deildar karla hóf göngu sína. Eftir framlengdan leik voru það gestirnir frá Þorlákshöfn sem hrósuðu sigri 88-95. Þór Þorlákshöfn byrjaði af krafti og vann uppkastið og setti fyrstu stig á töfluna strax í fyrstu sókn. Valur náðu að halda í við gestina fyrst um sinn en Þórsarar náðu fljótt að sigla fram úr. Gestirnir litu út fyrir að vera með öll tök á leiknum í fyrsta hluta. Valur náði smá áhlaupi undir restina en Þór Þorlákshöfn svaraði með því að skora síðustu sjö stig leikhlutans og voru yfir 14-25 eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn komu mun betur stilltir út í annan leikhluta og byrjuðu að naga niður forskot gestana hægt og bítandi. Valur náði flottu áhlaupi þegar Kristinn Pálsson setti niður þrist og Kári Jónsson fylgdi því eftir með góðu sniðskoti. Við þetta virtist kvikna undir Valsliðinu. Valsliðið sýndi mikinn kraft og gæði í að snúa leiknum sér í hag og fóru inn í hálfleikinn með fjögurra stiga forskot 41-37. Það var ekki mikið sem benti til annars heldur en að Valur væri að fara hlaupa með leikinn frá Þór Þ. í upphafi þriðja leikhluta. Valur náði að komast í tíu stiga forskot áður en Þórsarar fóru í gang þegar líða tók á leikhlutann. Þeir frábærlega undir lok leikhlutans og náðu flottu áhlaupi og snéru leiknum sér í hag fyrir fjórða leikhlutann, 61-68. Það var hart barist í fjórða leikhluta en Valsmenn virkaðu örlítið sterkari eftir því sem leið á leikinn og náðu að snúa leiknum sér í hag og voru þremur stigum yfir þegar 2,8 sek voru eftir á klukkunni. Þór Þorlákshöfn tók leikhlé og Lalli teiknaði upp fullkomið kerfi fyrir Justas Tamulis sem setti þrist og kom leiknum í framlengingu. Í framlengingunni voru það gestirnir frá Þorlákshöfn sem voru sterkari og fóru með sterkan útisigur heim til Þorlákshafnar 88-95. Atvik leiksins Erfitt að horfa framhjá þessum risa þrist frá Justas Tamulis. Auðvitað var það fyrrum Valsarinn sem setti niður rýtinginn og kom þessu í framlengingu. Stjörnur og skúrkar Marreon Jackson var flottur í liði Þórs og var auk þess stigahæstur á vellinum með 27 stig. Hann bætti við þetta sjö fráköstum og fimm stoðsendingum. Verðum svo að nefna Justas Tamulis líka fyrir þennan þrist sem hann setur og kemur leiknum í framlengingu. Skoraði bara sex stig í kvöld en setti klárlega mikilvægustu stig leiksins. Taiwo Badmus var atkvæðamestur í liði Vals með 20 stig og bætti við það sextán fráköstum og fimm stoðsendingum. Var bestur í liði Vals í kvöld. Dómararnir Þetta var furðuleg lína oft á tíðum. Stundum komust menn full auðveldlega á línuna og ekki alveg samræmi stundum. Var ekki þeirra besta frammistaða og óþarfi að eyða fleiri orðum um það. Stemingin og umgjörð Ætla ekki að segja að það hafi verið slegist um sætin hérna í N1 höllinni í kvöld. Þeir sem komu og studdu sín lið eiga allt hrós skilið. Verður ekkert tekið af þeim en maður hefði viljað sjá fleiri hérna í kvöld og fá aðeins meiri læti. Umgjörðin hjá Val var til fyrirmyndar eins og vanalega. Ekkert út á hana að setja. Viðtöl Jamil: „Þetta var bara skortur á aga“ Jamil Abiad er aðalþjálfari kvennaliðs Vals en stýrir karlaliðinu í fjarveru Finns FreysVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er aldrei skemmtilegt að tapa og þá sérstaklega á heimavelli í framlengingu. Við þurfum bara að taka þetta fyrir á æfingu og horfa á leikinn aftur til að verða betri. “ Sagði Jamil Abiad sem stýrir Valsmönnum í fjarveru Finns Freys Stefánssonar eftir leikinn í kvöld. Jamil Abiad var ekki ánægður með það hvernig Valsmenn komu út úr hálfleiknum í kvöld. „Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel. Við slökuðum á varnarlega sem var það sem kom okkur inn í leikinn aftur fyrir hálfleik. Við þurfum bara að tryggja að við séum að spila betri vörn í gegnum allan leikinn en ekki bara á köflum.“ Valur var með þriggja stiga forskot þegar um 2,8 sekúndur voru eftir en Justas Tamulis, fyrrum leikmaður Vals setti þá þrist til að koma leiknum í framlengingu. „Þetta sveið því þetta var Justas, hann var með okkur á síðasta ári.“ Sagði Jamil Abiad glottandi og hélt áfram. „Þetta var bara skortur á aga. Við töluðum um það í leikhlé og við fylgdum því ekki eftir. Það er okkar sök og við þurfum bara að vera betri og meira fókseraðir.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti